Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Helstu hugtök félagsfræðinnar eru kynnt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Rætt er um þróun samfélaga, menningu, lagskiptingu, atvinnulíf, trú, fjölmiðla, stjórnmála, kynhlutverka og fordóma í félagsfræðilegu ljósi. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum félagsfræði, bæði með því að lesa um þær og spreyta sig á þeim.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
viðfangsefnum og hugtökum félagsfræðinnar
helstu aðferðum félagsfræðinnar
þeim félagslegu stofnunum sem hafa áhrif á líf hans til dæmis, fjölskyldunni, trúarbrögðum, efnahagskerfinu og vísindum
gagnvirkni samfélags og einstaklings
hvernig hann getur haft áhrif á félagslegar stofnanir
réttindum og skyldum hans gagnvart samfélaginu
hugtakanotkun í félagsfræði
félagsfræðilegum hugsunarhætti
hvernig lagskipting, kynhlutverk og fjölmiðlar móta hegðun fólks
algengum fordómum gagnvart hópum fólks og hvernig þeir birtast í samfélaginu
helstu rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér traustra upplýsinga um félagsfræðileg efni
beita að minnsta kosti einni viðurkenndri rannsóknaraðferð félagsfræðinnar – á einfaldan hátt
beita helstu grundvallarhugtökum félagsfræðinnar í umfjöllun um félagsfræðileg málefni á skilmerkilegan hátt
greina áhrif fjölmiðla, kynhlutverka og fordóma á eigin hegðun og annarra
fjalla um félagsfræðileg efni bæði munnlega og skriflega
skilja gagnvirkni samfélags og einstaklings
mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja félagsfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar
meta og hagnýta sér upplýsingar um þau málefni sem greinin fjallar um
leggja mat á eigin fordóma gagnvart öðrum hópum og greina ástæður þeirra
gera úttekt á tilteknu félagslegu fyrirbæri með viðurkenndri rannsóknaraðferð og setja fram niðurstöður munnlega, skriflega og/eða með sjónrænum hætti
taka þátt í rökræðum um félagsfræðileg málefni
tileinka sér víðsýni, jafnréttissjónarmið og umburðarlyndi
geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýninni hugsun
afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær
beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og vinna í samvinnu við aðra
beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt
hagnýta Netið til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni
tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál
geta sett sig í spor annarra
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni og próf, bæði skrifleg og munnleg, metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf