Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1428502349.16

  Enska 2
  ENSK2SÖ05
  71
  enska
  Smásögur og skáldsögur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Lestur og hlustun: Lesnar eru smásögur og skáldsögur auk ýmissa fræðigreina. Hlustað er á fjölbreytt efni, eins og lög, fræðsluefni og ýmiss konar raunefni þar sem mismunandi hljómfall og mállýskur heyrast. Ritun: Lögð eru fyrir nokkur ritunarverkefni, mismunandi að lengd. Ritun er tengd reynslu úr daglegu lífi. Auk þess skrifa nemendur smásögu og rökfærsluritgerð, byggða á efni skáldsögu sem þeir hafa lesið. Nemendur þjálfast í ritun dagbóka og fá sértæk verkefni til að skrifa í dagbækur frá viku til viku. Tjáning: Nemendur taka munnleg próf og gera verkefni sem byggjast á þeirra eigin reynsluheimi. Nemendur vinna í hópum að myndbandsverkefni sem byggir á fræðigreinum sem þeir lesa. Prófað er munnlega úr innihaldi fræðigreina. Nemendur halda stutta fyrirlestra og gera talæfingar í tímum. Málfræði og stafsetning: Nemendur taka próf úr allri málfræði sem þeir hafa lært fram að þessum áfanga og vinna svo einstaklingsbundið að þeim verkefnum sem þau þurfa að leggja áherslu á. Mikil áhersla er lögð á orðaforða í áfanganum og læra nemendur mikið um rætur orða, bæði latneskar og grískar.
  ENSK2LE05 (ENS2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungmálið er talað.
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.
  • uppruna tungumálsins og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál.
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsnið.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir.
  • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.
  • lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum.
  • geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg.
  • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um námsefnið sem metið er með prófum og verkefnavinnu.
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis.
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum.
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag.
  • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu.
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er.
  Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans svo sem skrifleg og munnleg próf og verkefni. Einnig er hluti einkunnar byggður á símati.