Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428502769.71

    Enska 3
    ENSK3SÖ05
    79
    enska
    Smásögur og skáldsögur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Lestur og hlustun: Lesnar eru smásögur og skáldsögur auk ýmissa fræðigreina. Hlustað er á fjölbreytt efni, t.d. lög, fræðsluefni og ýmiss konar raunefni þar sem mismunandi hljómfall og mállýskur heyrast. Ritun: Lögð eru fyrir nokkur ritunarverkefni, mismunandi að lengd. Ritun er tengd reynslu úr daglegu lífi auk ritunar rökfærsluritgerðar sem byggð er á efni skáldsögu sem nemendur hafa lesið. Nemendur þjálfast í ritun dagbóka og fá sértæk verkefni til að skrifa í dagbækur frá viku til viku. Tjáning: Nemendur taka munnleg próf og vinna verkefni sem byggjast á þeirra eigin reynsluheimi. Prófað er munnlega úr innihaldi fræðigreina. Nemendur halda fyrirlestra um eigin hugðarefni og gera talæfingar í tímum. Mikil áhersla er lögð á orðaforða í áfanganum og læra nemendur mikið um rætur orða, bæði latneskar og grískar.
    ENSK2SÖ05 (ENS2B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungmálið er talað.
    • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.
    • uppruna tungumálsins og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál.
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
    • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsnið.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja einfalda texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga, stuttar skáldsögur með það að markmiði að auka á orðaforða sinn og afla upplýsinga.
    • undirbúa og flytja kynningar um valið efni.
    • nota mismunandi aðferðir til að læra helstu málfræðiatriði, svo sem lestur og glósur.
    • skrifa texta um kunnugleg málefni.
    • hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar sem metið er með verkefnum og hlustunaræfingum.
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta sem metið er með verkefnavinnu og prófum.
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum sem metið er með kynningum og verkefnavinnu.
    • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu sem metið er með ritgerðarsmíð og verkefnavinnu.
    • tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli sem metið er með skriflegum verkefnum og kynningum.
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans, svo sem skrifleg og munnleg próf, nemendakynningar og verkefni.