Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1428504694.23

  Miðaldabókmenntir
  ÍSLE2MO05
  57
  íslenska
  Miðaldabókmenntir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum eru lesin eddukvæði og Íslendingasaga, auk sýnishorna úr öðrum miðaldabókmenntum frá landnámi til siðaskipta. Nemendur læra að þekkja forna bragarhætti, þekkja helstu sérkenni konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna. Textarnir eru settir í bókmenntasögulegt samhengi og kynnt er hugmyndafræði þess samfélags sem verkin spretta úr. Nemendur tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans og nýta sér fjölbreyttar heimildir.
  ÍSLE2GM05 (ÍSL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi íslenskra miðaldabókmennta í menningarsögulegu ljósi.
  • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskar miðaldabókmenntir.
  • grunnhugtökum í bókmennafræði.
  • meginatriðum ritunar og mun á talmáli og ritmáli.
  • hvernig hægt er að vinna með menningararf þjóðarinnar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa langa Íslendingasögu og fjalla um inntak hennar.
  • lesa margvísleg textabrot frá miðöldum
  • skrifa læsilegan texta um mismunandi gerðir íslenskra bókmennta.
  • lesa miðaldakvæði og vinna úr þeim á sjálfstæðan hátt.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa stórt bókmenntaverk og öðlast yfirsýn til að vinna að skriflegum og munnlegum verkefnum í tengslum við það.
  • nota mismunandi málsnið sem metið er með skriflegum og munnlegum verkefnum.
  • tala um námsefnið og taka tillit til skoðana annarra sem metið er með umræðum og munnlegum verkefnum.
  • túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu sem metið er með skriflegum verkefnum og prófum.
  Krossapróf, ritunarverkefni, tímaritgerð, munnleg próf og skrifleg próf.