Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1428507111.65

  Nútímabókmenntir, túlkun og saga
  ÍSLE3NB05
  78
  íslenska
  nútímabókmenntir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum eru lesnar íslenskar bókmenntir frá 20. öld, einkum skáldsögur, ljóð og smásögur. Nemendur kynnast meginlínum í þróun þeirra og helstu þjóðfélagsstraumum sem mótuðu þær. Þeir þjálfast í lestri, greiningu og túlkun bókmenntatexta og vinna úr þeim munnlega og skriflega. Aðrar listgreinar, s.s. kvikmyndagerð og leikritun, skoðaðar eftir föngum sem og menning líðandi stundar.
  ÍSLE3BS05 (ÍSL3A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verkum valinna höfunda frá 20. öld.
  • meginlínum í bókmenntasögu tímabilsins.
  • íslensku samfélagi og þeim hugmyndum sem verkin spretta úr.
  • grunnhugtökum í bókmenntafræði.
  • aðferðum ritgerðasmíða/textasmíða.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa bókmenntaverk og fjalla um inntak þeirra.
  • lesa margvíslega texta frá tímabilinu.
  • greina ljóð og texta með bókmenntahugtökum.
  • flytja bókmenntatexta og verkefni.
  • tjá sig um bókmenntir tímabilsins í umræðum.
  • skrifa læsilegan texta um mismunandi gerðir íslenskra bókmennta.
  • skrifa ritgerð.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • túlka bókmenntatexta og, eftir atvikum, tengja þá bókmenntasögu og samfélagi tímabilsins sem metið er með fyrirlestrum, munnlegum eða skriflegum verkefnum.
  • miðla meginlínum í bókmenntasögu aldarinnar sem metið er t.d. með krossaprófum, hefðbundnum skriflegum prófum, verkefnum.
  • velja, afmarka og skrifa ritgerð um einhvern þátt úr efni áfangans sem metið er með ritgerðasmíð.
  • vinna á skapandi hátt með bókmenntir sem metið er með ýmiskonar verkefnum, t.d. unnum með stafrænni tækni, aðferðum leiklistar, skriflega o.fl.
  • vinna í hóp sem metin er með sjálfsmati, jafningjamati og/eða mati kennara.
  • tjá sig á skýru og góðu máli í ræðu og riti sem metið er með munnlegum/skriflegum verkefnum.
  • tengja efni áfangans samtíð sinni sem metið er með úrvinnslu á menningu líðandi stundar, t.d. leiksýningu eða kvikmynd, safnaheimsókn o.fl.
  Krossapróf, skrifleg og munnleg verkefni, fyrirlestrar, hópverkefni, hefðbundin skrifleg próf o.fl.