Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428507950.57

    Jarðfræði
    NÁTT2JA05
    10
    náttúrufræði
    jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um jarðfræði sem vísindagrein og aðferðir hennar. Gerð er grein fyrir kenningum um tilurð og þróun alheimsins, sólkerfisins og jarðar. Farið er yfir innri gerð jarðar og þau ferli sem eru að verki við mótun yfirborðs hennar, bæði innrænum öflum sem birtast í flekareki og eldvirkni og útrænum með áherslu á jökla og vatnsföll. Fjallað er um flokkun bergs og hringrás þess, forsögulegar veðurfarsbreytingar og orsakir þeirra.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • jarðfræði sem vísindagrein og aðferðum hennar við að rannsaka jörðina.
    • myndun og þróun alheimsins og sólkerfisins.
    • innri gerð jarðar og kenningunni um flekarek.
    • samspili innrænna og útrænna afla við myndun og mótun yfirborðs jarðar.
    • helstu þáttum í jarðfræði Íslands og hvernig þeir tengjast kenningunni um flekarek.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota landakort í jarðfræði.
    • teikna einfaldar skýringamyndir í jarðfræði.
    • útskýra hugtök í jarðfræði á faglegan hátt.
    • gera grein fyrir jarðfræðilegum fyrirbærum í rituðu og töluðu máli á skipulegan hátt.
    • fylgjast með og skilja fréttir og umræðu um náttúruvá á Íslandi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með könnun alheimsins og nýjum hugmyndum um tilurð hans og þróun sem metið er með athugunum, verkefnum, fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    • gera sér grein fyrir þeim innrænu og útrænu öflum sem móta landið og þeirri náttúruvá sem getur komið upp sem metið er með verkefnum, dagbókum og skriflegu prófi.
    • átta sig á jarðfræðilegri sérstöðu Íslands og mikilvægi þess að vernda hana fyrir komandi kynslóðir sem metið er með fyrirlestrum, verkefnum, umræðu og skriflegu prófi.
    • taka upplýsta og gagnrýna afstöðu til nýtingar náttúruauðlinda á Íslandi sem metið er með heimsóknum, verkefnum og skriflegu prófi.
    Lögð er áhersla á verkefnavinnu, rökræður og kynningar á viðfangsefnum áfangans en einnig leiðsagnarmat, jafningjamat og próf.