Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1428588998.21

  Umhverfisfræði
  UMHV2UM05
  7
  umhverfisfræði
  umhverfisfræði - grunnáfangi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SB
  Áfanginn er grunnáfangi í umhverfisfræði þar sem markmiðið er að kynna fyrir nemendum hin fjölbreytilegu svið umhverfismála. Fjallað verður um náttúruauðlindir og margvíslega nýtingu þeirra. Nemendur kynnast margþættum orsökum og afleiðingum aukins umhverfisálags. Rætt verður um mengun, loftlagsbreytingar og áhrif þeirra. Einnig verður fjallað um uppblástur og eyðimerkurmyndun sem helsta umhverfisvanda Íslands. Leiðir verða kynntar til að bæta og varðveita landgæði. Skoðaðir verða möguleikar skógræktar og landgræðslu með tilliti til gróðurhúsaáhrifa og bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu. Helstu alþjóðasamþykktir á sviði umhverfismála verða skoðaðar og rætt hvaða stjórnunartækjum hægt er að beita á þessu sviði. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðri um þátt einstaklinga í umhverfisvernd
  SNAT1SN10
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þáttum í sögu umhverfisfræðinnar og þróun hennar sem fræðigreinar
  • mikilvægum hugtökum umhverfisfræðinnar t.d. hvað felist í sjálfbærni
  • mengun í lofti, vatni og jarðvegi
  • loftlagsbreytingum, orsökum og áhrifum þeirra
  • afleiðingum uppblásturs á Íslandi
  • hvernig hægt er að draga úr álagi á umhverfið
  • helstu alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið til verndar umhverfinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér upplýsinga um umhverfismál og geta rætt um þau
  • meta áhrif daglegra athafna á umhverfi t.d. með því að nýta sér hugtakið vistspor
  • lýsa helstu umhverfisvandamálum á Íslandi
  • finna leiðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum manna á umhverfið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mynda rökstudda afstöðu til umhverfismála
  • taka þátt í umræðum um umhverfismál og nýtingu auðlinda
  • taka þátt í umræðum um umhverfismál og nýtingu auðlinda
  • taka ákvarðanir í eigin lífi um umhverfismál
  • geta túlkað á gagnrýninn hátt upplýsingar um umhverfismál
  Fjölbreytt verkefnavinna með leiðsagnarmati og mun námsmatið taka mið af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Matið gæti t.d. samanstaðið af prófum, mati á verkefnum, t.d. ritgerð, skýrslum og fyrirlestrum nemenda, jafningjamati í hópavinnu, dagbókarskrifum nemenda, mati á virkni og þátttöku í umræðum