Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1428591531.0

  Hreyfiaflfræði
  EÐLI2AF05(SB)
  32
  eðlisfræði
  aflfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SB
  Grunnáfangi í eðlisfræði. Efnisatriði eru: SI-kerfið, einingar, tugveldi, forskeyti, markverðir stafir, óvissa, vigrar, hraði, hröðun, hreyfingarjöfnur, þyngdarhröðun, gröf, Excel, Newtonslögmál, kraftur, liðun krafta, þyngdarkraftur, núningskraftur, skáborð, Hookeslögmál, vélræn orka, orkuvarðveisla, afl, vatnsaflsvirkjun, skriðþungi, skriðþungavarðveisla, fjaðrandi og ófjaðrandi árekstur, atlag, þrýstingur, eðlismassi, vökvaþrýstingur og lögmál Arkimedesar. Helstu grunnatriði í verklegri eðlisfræði
  STÆR2AH05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun eininga, forskeyta, tugvelda í eðlisfræði
  • hreyfilögmálum og þremur lögmálum Newtons
  • framsetningu eðlisfræðistærða í grafi og í Excel
  • mikilvægi markverðra stafa og óvissu í eðlisfræði
  • þyngd og massa
  • þverkrafti og núningskrafti
  • lögmáli Hookes
  • lögmálum orkuvarðveislu og skriðþungavarðveislu
  • lögmáli Arkímedesar
  • nokkrum grunnatriðum í mælitækni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa eðlisfræðidæmi með jöfnum
  • skipta um forskeyti/einingar
  • leiða út eðlisfræðilögmál með algebru eingöngu
  • liða krafta og beita vigurreikningi á eðlisfræðidæmi
  • nota nokkur helstu mælitæki
  • setja fram niðurstöður mælinga í Excel
  • meta óvissu mælinga og reikna óvissu í reiknaðri niðurstöðu á grundvelli mælinga
  • búa til graf af niðurstöðum mælinga
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • komast að tölulegum niðurstöðum um umhverfi sitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim og útskýra niðurstöður þeirra
  Eftirfarandi aðferðir til námsmats koma til greina: Skriflegt eða munnlegt lokapróf, skrifleg eða munnleg hlutapróf á önninni, þáttaka og frammistaða í umræðuhópum með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, skiladæmi, nemendaritgerðir, nemendafyrirlestrar með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, hópverkefni í tíma, hópverkefni utan tíma. Vinnubrögð, vinnubækur og skýrslur í/úr verklegum æfingum