Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428605112.52

    Grafík
    MYNL3BG05
    5
    myndlist
    Grafík, þrykk og vinnubók.
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í upphafi vinna nemendur hugmyndavinnu bæði heima og í kennslustundum sem nýtist þeim í vinnu með nokkra ólíkar gerðir af grafík. Þá er unnið með blandaða tækni út frá þessum þrykkjum og nemendur læra merkingu og frágang myndverkanna. Nemendur fá heimaverkefni og nokkur rannsóknarverkefni sem þeir eiga að leysa í vinnubók. Það geta verið teikniæfingar, ljósmyndaverkefni, en líka að kynna sér listasögu, liststefnur, listamenn, menningarheima og gera grein fyrir vettvangsferðum á sýningar eða söfn.
    MYNL2AT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hugmynda- og undirbúningsvinnu við gerð myndverka.
    • gerð grafíkverka og ólíkum karakter í mismunandi gerðum af grafík.
    • hvar og hvernig má nálgast upplýsingar og þekkingu um menningu og sjónlistir.
    • hvernig má miðla og njóta lista og menningar í víðum skilningi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa og útbúa gerð grafíkverka og þrykks sem passar viðfangsefninu, þrykkja og ganga frá á viðeigandi hátt.
    • sjá möguleika og beita blandaðri tækni við gerð myndverka.
    • finna upplýsingar um sýningar, söfn og listafólk og geta kynnt fyrir öðrum á myndrænan hátt.
    • tala/skrifa um list og listsýningar faglega og út frá eigin brjósti og rökstyðja skoðanir sínar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla athygli og gagnrýna hugsun.
    • efla frumkvæði og sköpun.
    • vinna skapandi á frumlegan hátt að eigin myndverkum.
    • njóta lista og menningar.
    Í kennslustundum er símat í gangi í formi samtals við hvern einstaka nemanda meðan þeir eru að vinna. Kennarinn tekur vinnubækurnar 2-4 sinnum á önn til að fara yfir heimaverkefni, nokkur menningarverkefni, umfjöllun um sýningar og aðra frjálsa myndsköpun nemenda. Endurgjöf á skriflegu formi. Síðast fá nemendur sundurliðað einkunnablað þar sem vinna vetrarins, verkefni og vinnubók/skissubók eru metin til einkunnar í tölustöfum á kvarðanum frá 1-10.