Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428669013.19

    Þýska 2
    ÞÝSK1BB05
    40
    þýska
    Þýska 2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og fléttað er inn í kennsluna menningu þýskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð.
    ÞÝSK1AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum áfangans
    • framburði, áherlsum og hljómfalli
    • flóknari atriðum málfræðinnar en áður
    • menningu þýskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál þegar talað er hægt og skýrt um hversdagsleg málefni
    • skilja lykilatriði í stuttum textum, leiðbeiningar og fyrirmæli
    • taka þátt í einföldum samræðum og bjarga sér við hversdagslegar aðstæður
    • tjá sig á einfaldan hátt um líðan sína, tilfinningar og viðhorf
    • halda uppi samræðum, t.d. spurt og svarað um hversdagslega hluti
    • skrifa stuttan texta, eins og t.d. persónuleg bréf, dagbók eða boðsbréf
    • beita flóknari málfræðireglum en áður
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina upplýsingar og draga ályktanir af því sem hann les eða heyrir
    • tjá sig um tiltekin málefni eða taka þátt í samræðum sem krefjast aukins orðaforða
    • tjá sig á viðeigandi hátt eftir aðstæðum, t.d. eftir því við hvern er talað og við hvaða aðstæður
    • koma ákveðnum atriðum á framfæri skriflega í mismunandi tegundum af textum
    Annareinkunn gildir 50% á móti lokaprófi sem gildir einnig 50%. Inn í annareinkunn reiknast munnleg og skrifleg verkefni, hlutapróf, munnleg próf og hlustunarpróf sem eru tekin jafnt yfir önnina.