Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428924887.2

    Eðlisræn landafræði
    LAND2EL05
    6
    landafræði
    Eðlisræn landafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að efla sjálfstæði og vönduð vinnubrögð nemenda við lausn margvíslegra landfræðilegra verkefna. Sérstök áhersla er lögð á kortagerð, framsetningu upplýsinga á kortum og túlkun korta. Nemendur vinna með innlenda og erlenda kortagrunna. Meginefni áfangans fjallar um myndun og mótun lands af völdum innri og ytri afla, um veður og veðurfar, höf og hafstrauma og loftslag, gróður og gróðurfar ásamt þeim beinu og óbeinu áhrifum sem maðurinn hefur á umhverfi og vistkerfi. Áfanginn er verkefnatengdur þar sem nemendur leysa margvísleg verkefni í tengslum við umfjöllunarefni áfangans .
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum í náttúrulandafræði.
    • Helstu kortagrunnum á alnetinu, bæði íslenskum og alþjóðlegum.
    • Helstu öflum sem vinna að myndun og mótun lands.
    • Helstu áhrifavöldum á umhverfi í breiðum skilningi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta sér kort og kortagrunna til afla sér upplýsinga um margvísleg náttúrufarsleg fyrirbrigði.
    • Leita sér upplýsinga um náttúrufar og náttúrufarsleg fyrirbrigði á alnetinu.
    • Greina náttúrufarsleg fyrirbrigði sem hann sér í umhverfi sínu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Draga ályktanir af þeim náttúrufarslegu fyrirbrigðum sem hann sér í umhverfi sínu.
    • Tengja saman ólíka umhverfisþætti til að geta mótað heildarmynd.
    • Spá fyrir um þróun náttúrulegra fyrirbrigða til skamms tíma.
    • Vinna í samvinnu við meðnemendur að gagnaleit og túlkun gagna.
    • Geta rökrætt mögulegar túlkanir niðurstaðna.
    • Geta fært rök fyrir niðurstöðum og ályktunum á þann hátt að áheyandi/lesandi með góðan almennan skilning á efninu en án þess að hafa sérstaka innsýn í viðkomandi atriði geti á sett sig inn í efnið og dregið eigin ályktanir.
    Mat á verkefnum nemenda jafn óðum og þeim er skilað til mats. Einnig gangast nemendur undir nokkur rafræn próf. Þeir nemendur sem ekki ná tilætluðum árangri í verekfnavinnu og rafrænum prófum geta gengist undir skriflegt lokapróf uppfylli þeir lágmarksskilyrði til þess.