Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428932851.74

    Aflvélavirkjun 3
    AVVI3UV05
    1
    Aflvélavirkjun
    Uppbygging, vinnuferli og virkni aflvéla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast uppbyggingu, vinnuferli og virkni aflvéla, geta metið ástand vélhluta og greint bilanir ásamt því að aflmæla og stilla dísilvél. Nemendur framkvæma helstu slitmælingar og meta ástand vélahluta með hjálp handbóka og annarra upplýsinga. Farið er í vettvangsheimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem tengjast efni áfangans.
    AVVI2BB05 (AVV2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hlutum aflvéla (ottóvéla, dísilvéla og túrbína).
    • helstu aðferðum við tíma – og lokastillingu á dísilvélum.
    • helstu aðferðum til að herða og losa bolta við samsetningu og sundurtekningu á vélum og vélahlutum.
    • helstu aðferðum til að mæla slit í hinum ýmsu hlutum aflvéla.
    • helstu aðferðum við að greina bilanir í aflvélum og hlutum tengdum þeim.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi umgengni, öryggisþætti og viðhald aflvéla.
    • leiða hóp sem vinnur við viðgerðir og viðhald aflvéla.
    • nálgast tæknilegar upplýsingar í handbókum (manual), t.d. á internetinu og meta hvaða gögn henta fyrir þá aflvél sem unnið er með hverju sinni.
    • umgangast aflvélar, með tilliti til umhverfis, öryggis og hollustuhátta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • svara almennum spurningum um uppbyggingu ottóvéla, dísilvéla og túrbína.
    • meta ástand aflvéla út frá mælingum og greina algengar bilanir í aflvélum með skoðun, mælingum og prufukeyrslu.
    • svara almennum spurningum um hlutverk helstu hluta í aflvélum.
    • stilla eldneytis- og lokatíma á dísilvélum.
    • yfirfara og stilla eldsneytisloka, mæla slit á öllum helstu hlutum aflvéla, s.s. bullum, bulluhringjum, strokkum, sveifarásum, legum og völum.
    • stilla tíma á eldsneytisdælum og lokum í dísilvél.
    • lýsa helstu dælum sem notaðar eru í kerfum aflvéla og meta einstaka hluti þeirra með tilliti til slits og skemmda.
    • velja smurolíu og smurtíma.
    Námsmat byggir á verklegum æfingum, skýrslugerð og prófum. Leiðsagnarmat er markvisst notað í áfanganum.