Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428934452.04

    Aflvélavirkjun 4
    AVVI3VF05
    2
    Aflvélavirkjun
    Verklegur og fagbóklegur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þeir læra að meta ástand vélarhluta og greina bilanir ásamt því að aflmæla og stilla dísilvél. Þeir öðlast hæfni í að setja upp vélbúnað og rétta hann af samkvæmt lýsingu, taka í sundur og setja saman dælur, skilvindur, gangráða og annan vélbúnað sem tengist störfum vélvirkja í skipum og iðnfyrirtækjum.
    AVVI3UV05, VÉLF3FA05 (AVV3A05 og VÉL3A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mati á slitnum vélarhlutum.
    • uppsetningu og afréttingu á aflvélum og öðrum vélbúnaði.
    • mati á ástand aflvéla og hjálparvélbúnaðar.
    • rekstri aflvéla sem hafa áhrif á umhverfið.
    • kerfisbundnu viðhaldi aflvéla og hjálparvéla.
    • helstu aðferðum sem notaðar eru við prófanir og reynslukeyrslu aflvéla í skipum og þungavinnuvélum.
    • helstu gerðum skrúfubúnaðar sem notaður er í íslenskum skipum.
    • helstu gerðum vindu og stýrisbúnaðar.
    • helstu gerðum af dælum.
    • TPM, uppsetningu og viðhaldi kerfisins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta ástand slitinna vélarhluta út frá mælingum og skoðun.
    • meta ástand aflvéla og hjálparvéla.
    • greina algengar bilanir í aflvélum með skoðun, mælingum og reynslukeyrslu.
    • stilla tíma á eldsneytisdælum og lokum á díselvélum.
    • rétta af aflrás og ganga tryggilega frá henni (t.d. á dælum við annan vélbúnað).
    • setja upp og tengja vélrænan hluta öryggiskerfa fyrir aflvélar.
    • gera grein fyrir helstu þáttum kerfisbundins viðhalds.
    • prufukeyra og meta ástand aflvélar skips eða þungavinnutækis.
    • útskýra hlutverk skiptiskrúfubúnaðar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta eldsneytiskostnað við keyrslu á aflvélum sem metið er með verkefnum og prófum.
    • setja upp vélbúnað og annast rekstur hans sem metið er með verkefnum, skýrslugerð og prófum.
    • lesa teikningar sem tengjast vökva- og kælikerfum sem metið er með verkefnum og prófum.
    • skipuleggja og framkvæma fyrirbyggjandi viðhald sem metið er með skýrlsugerð, verkefnum og prófum.
    • meta ástand vélbúnaðar sem metið er með verkefnum og prófum.
    • gæta fyllsta öryggis við umgengni við aflvélar og hjálparvélar sem metið er með verklegum æfingum, skýrslugerð og prófum.
    Verkefnavinna bæði verkleg og bókleg, skyndipróf, skýrslugerð og lokapróf. Áhersla lögð á samvinnunám og jafningjamat.