Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428935141.04

    Almenn jarðfræði
    JARÐ2AJ05
    25
    jarðfræði
    almenn jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er áhersla lögð á að kynna virkni innrænna og útrænna afla og samspil þeirra við menn og umhverfi. Leitast er við að vekja áhuga og skilning á þeim ferlum sem móta landið og skapa þær náttúrlegu aðstæður sem menn búa við. Stuðlað er að aukinni meðvitund um notkun mismunandi orkugjafa og áhrif þeirra á umhverfið. Helstu efnisatriði eru: Sólkerfið og staða jarðar í alheimi. Lofthjúpurinn, veður, ósoneyðing og gróðurhúsaáhrif. Alþjóðleg samvinna í umhverfismálum. Hafið og hafstraumar. Innræn öfl, innri gerð jarðar, landrek og möttulstrókar. Eldvirkni Íslands og mismunandi gerðir eldstöðva. Hnitakerfi jarðar, staðsetningar og mælikvarði. Jarðvarmi, uppruni, nýting og umhverfisáhrif. Bergtegundir jarðskorpunnar og hringrás bergs. Jarðefnaeldsneyti og umhverfisáhrif. Útræn öfl, grunnvatn, ár og vötn. Vatnsaflsvirkjanir, forsendur og umhverfisáhrif.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknum hugtökum og kenningum jarðfræðinnar
    • sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu samhengi
    • mismunandi eðli helstu eldstöðva landsins
    • mismunandi landsvæðum á grundvelli staðfræði Íslands
    • nýtingu helstu orkuauðlinda landins að teknu tilliti til umhverfisáhrifa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með almenna umfjöllun um jarðfræðileg fyrirbæri til dæmis í fjölmiðlum
    • nota kort og loftmyndir við túlkun jarðfræðilegra gagna
    • lesa veðurupplýsingar af veðurkortum
    • teikna einfalt þversnið af innri gerð jarðar og flekamörkum
    • staðsetja flekamörk, gosbelti og möttulstrók landsins
    • útskýra hringrás bergs
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra bóklega þekkingu yfir á það sem sjá má í náttúrunni til dæmis í vettvangsferðum
    • þekkja og greina í sundur algengustu bergtegundir á Íslandi
    • lesa úr gögnum er varða nýtingu orkuauðlinda og umhverfisáhrif þeirra
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.