Nemendur öðlast grunnþekkingu á virkni og notkun tölvustýrðra iðnaðarvéla. Þeir kynnast öllum öryggisatriðum í umgengni við slíkar vélar. Nemendur geta smíðað grip samkvæmt teikningu í tölvustýrðri iðnaðarvél (rennibekk, fræsivél, skurðarvél, suðuþjark eða beygjuvél).
RENN2KV05 (REN2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hnitakerfinu, kartesían og pólar.
gangi tölvustýrðra véla.
hegðun x-y-z ása.
mælinga- og aflestrarkerfi sem notuð eru við tölvustýrðar vélar.
muninum á ISO- og díalóg-forritum.
muninum á G- og M-skipunum.
mismunandi forritum fyrir ýmsar gerðir tölvustýrðra véla (t.d. blikksmíðavélar, fræsivélar, skurðarvélar).
flutningi og geymslu gagna.
öryggismálum og umgengni við tölvustýrðar vélar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
forrita einfalt ISO-forrit.
velja og setja upp verkfæri, skurðhraða, snúningshraða og færslur.
velja skurðhraða, snúningshraða og færslur.
stilla núllpunkt fyrir tölvustýrðar vélar.
leiðrétta mælingar.
velja uppstillingar.
sækja viðeigandi forrit, t.d. á heimasíðu framleiðanda og setja upp í tölvu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
smíða einföld æfingastykki í tölvustýrðri iðnvél sem metið er með verkefnavinnu og skýrslum.
forrita einfalt ISO-forrit sem metið er með prófum og verkefnum.
Áhersla á verkefnavinnu og skýrslugerð. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.