Í áfanganum læra nemendur að umgangast og nota tölvustýrðar iðnaðarvélar. Þeir læra að nota þrenns konar mismunandi viðmót fyrir rennibekki og fræsivélar og öðlast keyrslu- og smíðareynslu á tölvustýrðar vélar. Nemendur eru færir um að tileinka sér mismunandi viðmót tölvustýrðra iðnaðarvéla.
TSVÉ2GV05 (CNC2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkunarmöguleikum CAD-CAM tækni.
mismunandi uppsetningu verkfæra við mismunandi CNC-stýringar.
hlutverki og virkni x, y og z ása.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita upplýsinga í handbókum um CNC-stýrðar vélar.
taka teikningar úr CAD forriti og færa yfir í CAM forrit.
vinna með teikningar á CAM-formi í tölvustýrðum vélum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fræsa og renna einfalda hluti í þar til gerðum tækjum sem metið er með verkefnavinnu og skýrslugerð.
leysa verkefni fyrir CNC-stýrða rennibekki og fræsivélar sem metin eru með verulegum æfingum og prófum.
smíðað sama hlutinn með þremur mismunandi CNC-stýringum sem metið er með verkefnavinnu og skýrslugerð.
Áhersla á verkefnavinnu og skýrslugerð. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.