Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429002746.06

  Samhengi og orðræða
  MENN2SO05
  3
  menning
  samhengi og orðræða
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur vinna nokkur hópverkefni þar sem þeir kanna afmörkuð tímabil í mannkynssögunni erlendis og á Íslandi, hvernig ólíkar listgreinar tengjast í gegnum stíl og tíðaranda og hvernig aðstæður í samfélaginu, stjórnmál og félagslegt og fræðilegt umhverfi hefur áhrif á alla listsköpun. Einnig verður lögð áhersla á vinnu með texta. Nemendur tileinka sér og nýta almennan orða- og hugtakaforða sem notaður er við umfjöllun um menningu og listir. Grunnhugtök verða útskýrð og sett í samhengi. Teknir verða fyrir textar þar sem fjallað er um menningartengd atriði og þeir krufnir með tilliti til orðaforða og orðalags, hugmynda og hugtaka. Nemendur kanna hvernig sjón og sjónskynjun og heyrn og heyrnarskynjun s.s eðli ljóss og lita og eðli hljóðs og tóna hafa áhrif á mismunandi upplifun. Nemendur læra mismunandi aðferðir við að kynna verkefni á skapandi hátt m.a. myndbandstækni þar sem klipptar eru inn myndir og tónlist. Samræður og hópavinna skipa stóran sess í áfanganum og nemendur fá þjálfun í að skrifa texta um eigin verk og annarra þar sem orðaforðinn er nýttur. Nemendur fara á listviðburði bæði með kennara og á eigin vegum og skila skriflegri umfjöllun um þá viðburði.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eðli ljóss og lita og heyrnar og tóna og hvernig þessir þættir móta skynjun okkar og upplifun á listviðburðum
  • samhengi listar, samfélagsgerðar og tíðaranda á völdum tímabilum í mannkynssögunni
  • orðræðu sem notuð er þegar fjallað er um menningu og listir
  • hvernig á að skipuleggja vinnu í frjálsu hópastarfi
  • hvernig á að skrifa faglega umfjöllun um listviðburði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna rannsóknarvinnu og koma henni frá sér á fjölbreyttan hátt t.d. með fyrirlestrum, glærusýningum, rituðum texta, myndböndum eða öðrum skapandi aðferðum
  • skrifa texta þar sem beitt er orðfæri menningarumræðu
  • beita rökstuddri gagnrýni við umfjöllun um ólíka listviðburði
  • lesa, skilja og greina texta annarra um menningu og listir
  • skrifa texta þar sem fjallað er um menningu á vitsmunalegan og gagnrýninn hátt og þar sem rými er gefið fyrir tilfinningar og innsæi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa og skilja texta þar sem menning er til umfjöllunar ...sem er metið með... ferilmöppu
  • skrifa texta um ólíka þætti menningar ...sem er metið með... verkefnum
  • hafa áhrif á og taka þátt í umræðu um menningu ...sem er metið með... munnlegri framsögn
  • fjalla um og þróa eigin sköpun ...sem er metið með... ferilmöppu
  • njóta og skilja listir og menningu ...sem er metið með... ferilmöppu og munnlegri tjáningu
  Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur skila ferilmöppu með öllum verkefnum sem ásamt ástundun og virkni í tímum og umræðum liggur til grundvallar einkunn.