Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429004439.46

    Frumkvöðlafræði
    FRUM3FR05
    3
    frumkvöðlafræði
    frumkvöðlafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin viðskiptahugmynd. Að nemendur skilji aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta. Hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best. Fyrirtækin taka þátt í fyrirtækjasmiðjunni sem er á vegum Ungra frumkvöðla á Íslandi. Fyrirtækin eru hluti af keppni milli framhaldsskóla landsins um góðar viðskiptahugmyndir.
    FJÁR2FL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun viðskiptahugmyndar
    • ferlinu við að stofna og reka lítið fyrirtæki
    • mikilvægi stjórnunar
    • grunnatriðum varðandi verðlagningu
    • markmiðasetningu og hversu mikilvægt er að setja sér markmið
    • einfaldri viðskiptaáætlunar (markaðsmál, fjármál, starfsmannamál, skipulag)
    • einfaldri markaðsáætlunar, að koma vöru/þjónustu á framfæri
    • hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta
    • félagslegri og samfélagslegri ábyrgð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • uppgötva viðskiptatækifæri
    • velja á milli viðskiptahugmynda
    • setja sér markmið
    • skilja einfaldan efnahagsreikning
    • skilja einfaldan rekstrareikning
    • eiga samskipti við fólk og fyrirtæki úr atvinnulífinu
    • stjórna
    • taka ábyrgð og ákvarðanir
    • undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni
    • vinna í hóp sem m.a. felur í sér samvinnu, virðingu og jákvæð samskipti
    • koma sér á framfæri í formi markaðssetningar (kynningar og auglýsingar)
    • gera einfalda viðskiptaáætlun og markaðsáætlun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stofna og reka lítið fyrirtæki ...sem er metið með... verkefnum
    Símat; Skila viðskiptaáætlun, markaðsáætlun fyrir fyrirtækið. Námsástundun og virkni í tímum metin.