Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429004640.38

  Blaðamennska
  FJÖL3BL05
  4
  fjölmiðlafræði
  blaðamennska
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn kynnir hlutverk, tilgang og þýðingu blaðamennsku í samfélaginu og fyrir samfélagið. Þróun blaðamennsku er rakin í sögulegu og menningarlegu samhengi, fréttir eru brotnar til mergjar og fjallað um helstu skilgreiningar sem snúa að fréttum. Vikið verður að uppbyggingu frétta og samanburði á mismunandi tegundum frétta, fréttaskýringum og mannlífsefni. Rakin verður þróun ljósvakamiðlunar og helstu tegundir ljósvakamiðla skoðaðar, frá tilkomu útvarps og sjónvarps. Áhersla verður lögð á samspil klassískra ljósvakamiðla, netsins og nýrra miðla. Reynt verður eftir fremsta megni að greina framtíðarþróun innan bæði blaðamennsku og ljósvakamiðlunar. Fjallað verður um ýmisleg siðferðileg álitamál sem tengjast blaðamennsku og farið í siðareglur blaðamanna
  FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu og þróun fjölmiðlanna, hér heima og erlendis
  • hlutverki og ábyrgð blaðamanna í samfélaginu
  • viðtalstækni, skrifum, notkun ljósmynda og annarrar myndrænnar framsetningar í fjölmiðlum
  • helstu aðferðum við miðlun efnis í blaðamennsku og á ljósvakamiðlum
  • þýðingu blaðamennsku og ljósvakamiðlunar, sem og siðfræði fagsins á breiðum grundvelli
  • efni sem fellur undir blaðamennsku og ljósvakamiðlun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna og skila frá sér efni sem fellur undir blaðamennsku og ljósvakamiðlun
  • greina fréttatexta og efni í ljósvakamiðlum og meta heimildir
  • vinna með heimildir á faglegan og ábyrgan hátt
  • geta unnið með fræðilegan texta
  • taka og vinna frétta og mannlífsviðtöl, skrifa fréttir og fleira
  • tegundagreina margvíslegt efni í fjölmiðlum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna efni frá hugmynd til framleiðslu, bæði í blaðamennsku og ljósvakamiðlun ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • setja fram efni sem fellur undir nýmiðlun með aðstoð netins ...sem er metið með... verkefnum
  • geta skipulagt útlit og hönnun blaðs, bæklings eða annars prentaðs efnis ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • geta ritstýrt efni um afmarkað viðfangsefni, geta greint markhóp efnisins og tilgang ...sem er metið með... verkefnum
  • geta skrifað einfaldar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og álíka efni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • geta áttað sig á muninum á skrumi og vönduðu efni varðandi innihald og framsetningu ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • tengja fræðin við þá umræðu sem er í þjóðfélaginu hverju sinni ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
  Lokapróf verður í áfanganum ásamt verkefnavinnu.