Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429005457.28

    Grunnteikning 1
    GRUN1AU05
    6
    Grunnteikning
    Almenn undirstaða
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo megin efnisþætti. Í fyrra efnisþætti er fjallað um fallmyndun og þeim seinni ásmyndun og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestur teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Gert er ráð fyrir að hluti verkefna í áfanganum verði unninn með þar til gerðum tölvuforritum. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum.
    • lestri og gerð einfaldra tæknilegra vinnuteikninga og gerð einfaldra þrívíðra teikninga.
    • fríhendisteikningu.
    • skipulagningu, áritun og frágangi einfaldra tæknilegra teikninga og því hvernig miðla má upplýsingum á skilvirkan hátt.
    • hornréttum fallmyndum ásamt sneiðmyndum af einföldum hlutum.
    • þeim tölvuforritum sem notuð eru við gerð tæknilegra teikninga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja vinnublað, árita með teikniskrift og ganga frá einföldum vinnuteikningum skv. reglum, stöðlum og venjum.
    • nota teikni- og mæliáhöld.
    • ganga frá teikningum með þar til gerðum tölvuforritum.
    • beita grunnverkfærum teiknifræða og sé þannig undirbúinn fyrir frekara nám greininni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna ásmyndir (fram-skámyndir með 0°-90°-45° áshalla, ofan-skámyndir með 60°-90°-30° áshalla og/eða samkvarða-myndir með 30°-90°-30° áshalla) af einföldum hlutum, skv. reglum, stöðlum og venjum, þannig að vinna megi eftir þeim. Þetta er metið með verkefnum og prófum.
    • teikna ásmyndir (fram-skámyndir, ofan-skámyndir og/eða samkvarða-myndir) fríhendis á auð vinnublöð af einföldum hlutum skv. reglum, stöðlum og venjum, þannig að vinna megi eftir þeim sem metið er með verkefnum og prófum.
    • skipuleggja vinnublað, málsetja, árita með teikniskrift og ganga frá ásmyndum skv. reglum, stöðlum og venjum, þannig að vinna megi eftir þeim. Metið með verkefnum og prófum.
    • gera vinnuteikningar með hefðbundnum teikniáhöldum og tölvuforritum af einföldum hlutum með hornréttum fallmyndum og sneiðmyndum ásamt málsetningum í tilteknum mælikvarða, skv. reglum, stöðlum og venjum. Metið með verkefnum og prófum.
    Námsmat byggir á verkefnavinnu nemenda. Stuðst verður við jafningja- og sjálfsmat. Kennari skoðar verkefni hvers nemanda reglulega og gefur markvissa endurgjöf (leiðsagnarmat). Nemendur taka stutt próf úr afmörkuðum þáttum námsefnisins.