Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429006663.88

  Þroska-og uppeldisfræði
  SÁLF3ÞU05
  25
  sálfræði
  þroska- og uppeldisfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn fjallar um þroskaferli barna og unglinga. Auk þess verða samskipti barna og unglinga við foreldra sína og aðra félagsmótunaraðila skoðuð. Sérstaklega er tekinn fyrir þroski greindar, tilfinninga, geðtengsla og félagslegra samskipta. Áhersla er lögð á þróun sjálfsmyndarinnar og hvaða þættir hafa þar áhrif. Nemendur æfa sig í að greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu og læra að tengja hinar ýmsu kenningar í þroskasálfræði og uppeldisfræði við mismunandi hegðun og aldursskeið barna og unglinga. Nemendur fá tækifæri til að rökræða ýmis álitamál tengd uppeldi og þroska barna. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu í að nýta þá kunnáttu sem þeir öðlast í áfanganum úti í hinu daglega lífi. Áfanginn kynnir einnig helstu frumkvöðla innan greinarinnar svo og kenningar og hugtök sem skipta mestu máli.
  FÉLV2AF03 eða ÍSLE2MG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þroska mannsins út frá sálfræði og uppeldisfræði
  • helstu kenningum og hugtökum í sálfræði og uppeldisfræði
  • framlagi þroskasálfræðinnar til sálfræðinnar sem fræðigreinar og til samfélagsins
  • hvernig undirstöðuþekking í uppeldisfræði getur nýst til að búa nemendur undir störf á sviði
  • uppeldis og umönnunar og hugsanlegt foreldrahlutverk í framtíðinni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • nota APA kerfið við heimildavinnu
  • miðla fræðilegri þekkingu skýrt og skilmerkilega
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • sýna frumkvæði og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • taka þátt í rökræðum sem snúa að efni áfangans ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
  Í áfanganum er lokapróf. Einnig verða hlutapróf á önninni. Nemendur munu vinna skrifleg og munnleg verkefni.