Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429006753.64

  Inngangur að stjórnmálafræði
  STJÓ3IS05
  3
  stjórnmálafræði
  inngangur að stjórnmálafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga eru kennd grunnatriði stjórnmálafræðinnar, lýðræðis og hugmyndafræði stjórnmála. Unnið er með íslenska stjórnkerfið og fjallað um alþjóðleg samsamskipti. Farið verður í uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins og lykilhugtök sem tengjast því. Fjallað verður um samspil fjölmiðla, stjórnmála og efnahagslífs. Einnig verður fjallað um kosningakerfi og kosningahegðun. Gerður verður samanburður á stjórnkerfum nágrannaþjóða okkar, sérstaklega Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna. Gerð verður grein fyrir þróun og starfsemi helstu alþjóðastofnana og samskipta Íslands við þær.
  FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og þróun íslenska stjórnkerfisins
  • ólíkum stjórnkerfum
  • helstu alþjóðlegu stofnunum sem Ísland er aðili að, sem og öðrum
  • stjórnkerfum Íslands, Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna
  • uppruna og þróun lýðræðis
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • bera saman ólík stjórnkerfi
  • bera saman mismunandi alþjóðastofnanir
  • vinna með heimildir í APA kerfinu
  • miðla fræðilegum texta á skipulegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta greint og unnið með upplýsingar á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... prófum, verkefnum og ritgerðum
  • geta fært rök fyrir máli sínu með skipulögðum hætti ...sem er metið með... prófum, verkefnum, ritgerðum og munnlegri framsögn
  • gera sér grein fyrir stöðu sinni og möguleikum til áhrifa í hinu pólitíska kerfi ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • þroska með sér lýðræðislega vitund og öðlast öryggi til að taka þátt í hinu stjórnmálalega ferli ...sem er metið með... verkefnum,prófum, munnlegri framsögn og ritgerðum
  Í áfanganum verður lokapróf og heimildaritgerð, sem að hluta til verður unnin í kennslustundum. Einnig verða hlutapróf úr ákveðnum hlutum námsefnisins. Nemendur skila ferilmöppu, þar sem unnin verða fjölbreytt verkefni.