Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429006941.71

    Hnattvæðing og þróunarlönd
    FÉLA3HÞ05
    35
    félagsfræði
    hnattvæðing og þróunarlönd
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður fjallað um hnattvæðingu og þróunarlönd. Hvað eru þróunarlönd og hver eru helstu einkenni þeirra? Hvar eru þau og hver er staða þeirra? Einnig verður hugtakið hnattvæðing skilgreint, kostir hnattvæðingar og gallar ræddir. Fjallað verður um orsakir og afleiðingar fátæktar í þróunarlöndum. Þróunarlönd og þróuð lönd verða borin saman og samskipti þeirra skoðuð. Þróunarhjálp og þróunarsamvinna verður skilgreind í sögulegu ljósi. Kynntar verða helstu kenningar um þróun og þróunarsamvinnu.
    FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróunarlöndum, sögu þeirra og landafræði
    • hugtakinu hnattvæðingu, kostum hennar og göllum
    • áhrifum þróunarsamvinnu á þróunarlönd
    • helstu kenningum um þróunarsamvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera saman ólík þróunarlönd og skoða stöðu þeirra í samanburði við þróuð lönd
    • vinna með tölfræðilegar upplýsingar og túlkun þeirra
    • nota helstu kenningar sem tengjast þróunarsamvinnu
    • vinna með heimildir og skrá þær með hjálp APA kerfisins
    • miðla fræðilegum texta á fjölbreyttan og skilmerkilegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sig í spor íbúa á framandi slóðum ...sem er metið með... verkefnum og munnlegu prófi
    • bera saman stöðu Íslands og þróunarlanda ...sem er metið með... verkefnum og munnlegu prófi
    • vinna með upplýsingar á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... verkefnum og munnlegu prófi
    • geta fylgst með þróun mála á sviði þróunarlanda og rætt þau á upplýstan hátt ...sem er metið með... verkefnum og munnlegu prófi
    • geta tengt umfjöllun (fjölmiðla) við málefni líðandi stundar ...sem er metið með... verkefnum og munnlegu prófi
    Samvinnunám er mikið notað í áfanganum og endar hann með munnlegu prófi.