Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429007037.61

  Grunnteikning 2
  GRUN2FY05
  3
  Grunnteikning
  Flatarteikning, fallmyndun, yfirborðsútflatning og fríhendisteikning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn hljóti áframhaldandi þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá meginþætti: flatarteikningu, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Nemandinn öðlast frekari hæfni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, tölvuteikniforrita, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri og gerð vinnuteikninga, fríhendisrissteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum.
  GRUN1AU05 (GRT1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum.
  • nákvæmri myndrænni úrlausn viðfangsefna starfsgreina, s.s. hönnunar og iðngreina.
  • lestri og gerð einfaldra tæknilegra vinnuteikninga með hornréttum fallmyndum.
  • því að setja út og teikna flatarfræðileg form og tvívíðar vinnufyrirmyndir.
  • gildi frumforma fyrir teikningu og mótun viðfangsefna faggreina, s.s. hönnunar og iðngreina.
  • hornréttum fallmyndum ásamt sneiðmyndum af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota teikni- og mæliáhöld.
  • lesa og teikna fallmyndir af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum með sérstöku tilliti til greiningar og myndunar raunstærða á línum og flötum.
  • teikna yfirborðsútflatningsmyndir af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum.
  • hagnýta formskyn sitt.
  • gera einfaldar tvívíðar fríhendisteikningar.
  • teikna hornréttar fallmyndir ásamt sneiðskorningum af reglulegum rúmfræðilegum frumformum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja, árita og ganga frá tæknilegum teikningum og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt sem metið er með verkefnavinnu og prófum.
  • setja út og teikna einföld flatarfræðileg form og einfaldar tvívíðar vinnufyrirmyndir fyrir smíðisgripi með teikni- og mæliáhöldum. Metið með verkefnum og prófum.
  • skipuleggja vinnublað, árita með teikniskrift og ganga frá flatarteikningum þannig að vinna megi eftir þeim. Metið með verkefnum og prófum.
  • gera hjálparfallmyndir og hjálparteikningar til að fá fram raunstærðir á línum og flötum sem ekki birtast sem slíkar á hornréttum fallmyndum af reglulegum rúmfræðilegum frumformum. Metið með verkefnum og prófum.
  • gera yfirborðsútflatningsmyndir af reglulegum rúmfræðilegum frumformum og sneiðskorningum eftir hornréttum fallmyndum sem metið er með verkefnum og prófum.
  • skipuleggja vinnublað, árita með teikniskrift og ganga frá hornréttum fallmyndum ásamt hjálparfallmynd og útflatningsmynd skv. reglum, stöðlum og venjum. Þetta er metið með verkefnum og prófum.
  • teikna fríhendis vinnuteikningar með hornréttum fallmyndum, sneiðmyndum og málsetningum af einföldum hlutum á vinnublöð, án annarra mæli- og hjálpartækja en blýantsmælingar, skv. reglum, stöðlum og venjum. Þetta er metið með verkefnum og prófum.
  • skipuleggja, árita með teikniskrift og ganga frá fríhendis vinnuteikningum skv. reglum, stöðlum og venjum sem metið er með verkefnum og prófum.
  • teikna fríhendis tvívíðar útlínumyndir eftir einföldum fyrirmyndum sem horft er á úr fjarlægð á vinnublöð, án annarra mæli- og hjálpartækja en sjón- og blýantsmælingar. Metið með verkefnum og prófum.
  Námsmat byggir á verkefnavinnu nemenda. Stuðst verður við jafningja- og sjálfsmat. Kennari skoðar verkefni hvers nemanda reglulega og gefur markvissa endurgjöf (leiðsagnarmat). Nemendur taka stutt próf úr afmörkuðum þáttum námsefnisins.