Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki náðu tilskyldum árangri í grunnskóla. Í áfanganum er lögð höfuðáhersla á orðaforða og skilning. Þetta er fyrri áfangi af tveimur í undirbúningsnámi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
danskri tungu
dönsku tal- og ritmáli þegar um er að ræða þekkt efni
grundvallaratriðum í danskri málfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja danskt tal- og ritmál þar sem fjallað er um þekkt efni
tjá sig sæmilega á dönsku um þekkt efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa einfalda texta af ýmsu tagi
eiga samskipti á dönsku við Norðurlandabúa
kynnast danskri menningu og siðum
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.