Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429009028.59

    Hlífðargassuða stálsmiða 1
    HLGS2MI05
    3
    Hlífðargassuða
    MIG/MAG suðutækni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra að undirbúa og sjóða MIG-suðu á áli og ryðfríu stáli og einnig MAG-suðu á stáli. Þeir læra að sjóða efnisþykktir 2-5 mm í stál, ryðfrítt stál og ál samkvæmt gæðaflokki C (ÍST EN 25817) í plötu og rör. Þeir skipuleggja suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi. Nemendur læra að sjóða eftir suðuferilslýsingum og öðlast þekkingu á kostum mismunandi suðuvíra og aðferða. Einnig eiga nemendur að geta gert sér grein fyrir grundvallaratriðum hitameðhöndlunar stáls í tengslum við suðu. Þeir þekkja tæki og búnað til hitameðhöndlunar og geta notað þau á réttan hátt.
    Suðuáfangi á 1. hæfniþrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reglum um öryggismál.
    • suðferilslýsingum og gildi þeirra.
    • áhrifum mismunandi skögunar vírs á straumstyrk, afköst og innbræðslu.
    • eiginleikum úðaboga- og stuttbogasuðu.
    • öryggisreglum við meðhöndlun hreinsiefna fyrir ryðfrítt stál.
    • helstu hættum og varúðarráðstöfunum vegna geislunar, hita, ósonmyndunar, reyks og eldfimra efna.
    • hlutverki hlífðarfatnaðar og hlífa.
    • flokkun á suðuhæfni stáls.
    • tilgangi forhitunar og hvenær henni skal beitt.
    • tilgangi afglóðunar og normalíseringar.
    • millistrengjahitastigi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stilla suðutækin, þ.e. straum, vírhraða, spennu og straumdempun (viðnám), þannig að hæfi efnisþykkt og suðurauf.
    • velja vír á eigin spýtur m.t.t. efnis og suðuraufar.
    • sinna viðhaldi á fylgibúnaði suðuvéla.
    • greina suðugalla í áli, stáli og ryðfríu stáli.
    • hreinsa oxíðhúða af ryðfríu stáli eftir suðu.
    • meta hvenær eftirhita skal stál eftir suðu
    • meta hvað gera skal til að kólnun verði hæg eftir suðu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja rúlluvír í suðutækin og velja rétta spíssa, drifbúnað og barka.
    • stilla gasflæði, velja gashulsu og skaut.
    • sjóða í suðustöðum PA-BW, PA-FW, PB-FW, PC-BW, PF-FW, PF-BW.
    • sjóða rör á plötu.
    • gegnumsjóða 5 mm stálplötu öðru megin frá í suðustöðu PF-BW í V-rauf.
    • meta algengustu suðugalla og orsakir þeirra.
    • sjóða eftir suðuferilslýsingum.
    • mæla og skrá viðeigandi upplýsingar varðandi suðuverkefni s.s. spennu, straum, raufarstærð og aðrar upplýsingar fyrir suðuferlislýsingar.
    • velja rétta hitameðferð m.t.t. efnis og suðuaðferðar.
    • velja réttan búnað til hitameðhöndlunar.
    • reikna út kolefnisjafngildi efna og meta áhrif hita á kornavöxt.
    Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum. Leitast er við að beita aðferðum leiðsagnarmats.