Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429026774.1

  Handavinna málmiðna 3
  HAMÁ3NH05
  1
  Handavinna málmiðna
  Notkun á handverkfærum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur vinna að verkefnum á verkstæðum. Nemendur samhæfa þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum, s.s. suðu, rennismíði, plötuvinnu, teikningu og aflvélavirkjun við vinnu verkefna. Nemendur gera sér grein fyrir kostnaðarþáttum smíðaverkefna, gera áætlanir og staðreyna þær. Nemendur vinna samkvæmt teikningu og meta hvernig best er að vinna verk með tilliti til kostnaðar, öryggis, efnisvals og gæða. Nemendur þjálfast í hópstarfi og samvinnu um smíðaverkefni.
  (REN1B05/HVM1B05/LSU1A05/MAG1A05/TIG1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkunarmöguleikum smíðamálma.
  • notkun á efnis-, styrktar- og málviksstöðlum fyrir málmsmíðar.
  • samspili verkstæða skólans við lausn verkefna.
  • hugtökum verkþáttagreiningu, lokamarkmiðum og heildarskipulagningu smíðaverkefna.
  • efnistöku og aðferðum við hana.
  • aðferðum við mat á nýtingu efnis.
  • aðferðum við kostnaðarreikninga vinnu, efnis og vélanotkunar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í öðrum smíðaáföngum og beita við lausn verkefna.
  • vinna að lausn verkefna sem krefjast samþættingar verkþátta.
  • skila vandaðri vinnu (gæðavitund).
  • vinna eftir teikningum.
  • gæta fulls öryggis við vinnu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • samræma þá þekkingu sem hann hefur aflað sér í smíðaáföngum og beita við lausn verkefna.
  • vinna sjálfstætt við lausn verkefna sem krefjast samþættingu verkþátta.
  • skila vandaðri vinnu.
  • gera verkþáttagreiningu og verkáætlun.
  • gera kostnaðaráætlun.
  • vinna sjálfstætt og sem þátttakandi í hópi.
  • velja verkfæri og tæki sem henta fyrir verkefnin.
  • vinna eftir teikningu og smíðalýsingu.
  • gæta fulls öryggis við vinnu og meta aðstæður.
  Símat er í áfanganum. Smíðaverkefni eru stærsti þáttur námsmatsins en einnig eru aðrir þættir metnir, s.s. mæting, virkni í tímum, frágangur, þrif, hæfni í mannlegum samskiptum, umgangur og verkefnaskil.