Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429087899.74

  Handavinna stálsmiða
  HAST3SV05
  1
  Handavinna stálsmiða
  Sjálfstæð vinna
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemandinn á að geta unnið nokkuð sjálfstætt, þótt undir eftirliti sé. Nemandinn einbeitir sér að því sviði málmiðnaðar, sem hann hefur ákveðið að taka í framhaldi grunnnáms, ef þess er kostur. Nemandinn kynnir sér ýmsu vinnustaði sem starfa á sviði málmiðnaðar. Nemandinn getur unnið samkvæmt teikningum og metið hvernig best er að vinna verk með tilliti til kostnaðar, öryggis, efnisvals og gæða. Nemandinn þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og eru að námi í áfanganum loknu færir um að vinna tilfallandi verkefni eftir vinnuteikningum og beita til þess fjölbreyttum aðferðum. Nemandinn getur t.d. rennt eða fræst stykki eftir vinnuteikningu, merkt upp einfalda útflatninga eftir nákvæmum vinnuteikningum, formað með beygingu og völsun og sett saman og beitt þeim málmsuðuaðferðum sem við eiga hverju sinni. Farið er yfir meðferð, umhirðu og öryggisþætti allra véla og tækja sem notaðar eru sem og aðra almennra öryggisþætti á verkstæðinu.
  HAMÁ2NH05 (REN1A05/HVM2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu vinnureglum og vinnubrögðum varðandi grunnatriði í þunnplötuvinnu.
  • muninum á föstum og fyrirfram ákveðnum verkefnum og óvæntum atvikum sem kunna að koma upp.
  • hversu fjölbreytt störf í málmiðnaði eru og margslunginn.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita ýmsum málmsuðuaðferðum við störf í málmiðnaði.
  • beita ýmsum tækjum og tólum sem notuð eru við málmiðnað.
  • varast hættur samfara vinnu í málmiðnaði.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fást við þau verkefni sem tengjast hefðbundinni verkstæðisvinnu.
  • bregðast við óskum viðskiptavina.
  • bregðast við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum.
  • taka við fyrirmælum og vinna eftir þeim.
  • umgangast verkfæri, tæki og efni af varúð.
  Próf, skýrslur og mat á vettvangi. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.