Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429095782.25

    Hlutbundin forritun.
    TÖLV2BF05
    6
    tölvur
    Hlutbundin forritun.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Framhaldsáfangi í forritun. Nemendur fá meiri þjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð við lausnir fjölbreyttra forritunarverkefna. Meðal viðfangsefna eru fylki, klasar og aðferðir, strengjavinnsla, atburðastýrð forritun í myndrænum notendaskilum, skráarvinnsla og villumeðhöndlun. Kennt verður í dreifnámi/fjarnámi í Moodle kennslukerfinu ef nægur fjöldi fæst ekki til að standa undir staðnámi.
    TÖLV1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökum og ritreglum sem tengjast eftirfarandi gagnaskipan: Fylkjum, klösum, aðferðum, strengjavinnslu, villumeðhöndlun og skráavinnslu.
    • Hugtökum og orðaforða atburðastýrðrar forritunar í C#.
    • Helstu hugtökum myndrænna notendaskila í Windows.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun.
    • Vali á viðeigandi gagnaskipan.
    • Gerð aðferða í því skyni að stytta forritskóða.
    • Uppskiptingu forrits í aðalforrit og aðferðir.
    • Gerð sjálfstæðra klasa, tilviksaðferða og klasaaðferða.
    • Þýðingu og keyrslu forrita í myndrænum notendaskilum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Leysa forritunarverkefni í myndrænum notendaskilum.
    • Leysa forritunarverkefni með því að beita klasaforritun, aðferðum og atburðadrifinni forritun.
    • Styrkja eigin hæfni í forritun með því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu.
    • Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni í framhaldsáfanga.
    Verkefnaeinkunn gildir 15% af lokaeinkunn. Stöðupróf gilda 5% af lokaeinkunn. Skriflegt lokapróf gildir 80% af lokaeinkunn.