Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429101686.89

    Íslandssaga
    SAGA2ÍL05
    48
    saga
    íslandssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Íslandssaga frá upphafi byggðar til ársins 1944 er viðfangsefni áfangans. Tímabil og þemu sem verða sérstaklega athuguð eru eftirfarandi: landnám, þjóðveldi, siðaskipti og sérstak áhersla verður lögð á 19.öldina þar sem sjálfstæðisbaráttan verður tekin fyrir ásamt þeim breytingum sem áttu sér stað á íslensku samfélagi. Áhersla er lögð á að nemendur fái gott yfirlit yfir sögu Íslands og geri sér grein fyrir tengslum fortíðar og nútíðar.
    ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum Íslandssögunnar
    • þeim þáttum Íslandssögunnar sem mest hafa haft áhrif á líf nútíma Íslendingsins
    • mótun þjóðar
    • hvernig íslenskt samfélag hefur þróast í gegnum aldirnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með heimildir
    • meta frumheimildir og eftirheimildir
    • leggja mat á sagnfræðileg verk
    • skrifa texta um sögulegt efni
    • tjá sig um sagnfræðileg viðfangsefni
    • setja saman heimildaskrá
    • vinna með heimildir í APA kerfinu
    • • nota söguleg rök í rökræðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina sagnfræðileg álitaefni
    • rýna í heimildir og bera saman ólíkar heimildir
    • geta metið samtímaatburði í sögulegu ljósi
    Áfanginn byggir á fjölbreyttum verkefnum með sérstakri áherslu á vandaða heimildavinnu. Samvinnunám er mikið notað. Einnig eru nemendur prófaðir reglulega. Heimildaritgerð er skrifuð í áfanganum.