Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429101776.56

    Mannkynssaga
    SAGA2MS05
    49
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um valda þætti í sögu Vesturlanda svo og mótunar Evrópu. Helstu áhersluþættir verða saga Rómverja og Grikkja, síðan verða miðaldirnar skoðaðar svo og hvernig nútíminn varð til. Áhersla er á endurreisn, landafundi, ríkjamyndanir, lýðræði, alræði og sameiningu Evrópu. Nemendur verða þjálfaðir í verkefnavinnu með því að greina atburði og hugmyndir á tímabilinu. Lesnir verða frumtextar sem tengjast efni áfangans.
    ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum fornmenningar og menningu Rómverja og Grikkja
    • helstu atburðum miðalda, lénsveldinu og áhrifum kirkjunnar
    • tilurð nútímans, ríkjamyndunum og mótun Vesturlanda
    • heimsyfirráðum Evrópu, nýlendustefnu og iðnbyltingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með frumtexta
    • vinna með ritaðar heimildir á skipulagðan hátt
    • nota APA kerfið
    • greina sögulega þróun og samhengi hennar
    • miðla sögulegri þekkingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af sögulegum atburðum og þróun ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • vinna sjáfstætt og setja fram sögulegar greiningar ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
    • vinna skipulega með sögulegan texta og setja fram á rökrænan hátt ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
    • meta gæði heimilda ...sem er metið með... vverkefnum og ritgerðum
    Ritunarverkefni, ferilmappa og lokapróf.