Áfanginn fjallar um valda þætti í sögu Vesturlanda svo og mótunar Evrópu. Helstu áhersluþættir verða saga Rómverja og Grikkja, síðan verða miðaldirnar skoðaðar svo og hvernig nútíminn varð til. Áhersla er á endurreisn, landafundi, ríkjamyndanir, lýðræði, alræði og sameiningu Evrópu.
Nemendur verða þjálfaðir í verkefnavinnu með því að greina atburði og hugmyndir á tímabilinu. Lesnir verða frumtextar sem tengjast efni áfangans.
ÍSLE2MG05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu einkennum fornmenningar og menningu Rómverja og Grikkja
helstu atburðum miðalda, lénsveldinu og áhrifum kirkjunnar
tilurð nútímans, ríkjamyndunum og mótun Vesturlanda
heimsyfirráðum Evrópu, nýlendustefnu og iðnbyltingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með frumtexta
vinna með ritaðar heimildir á skipulagðan hátt
nota APA kerfið
greina sögulega þróun og samhengi hennar
miðla sögulegri þekkingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af sögulegum atburðum og þróun ...sem er metið með... verkefnum og prófum
vinna sjáfstætt og setja fram sögulegar greiningar ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
vinna skipulega með sögulegan texta og setja fram á rökrænan hátt ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
meta gæði heimilda ...sem er metið með... vverkefnum og ritgerðum