Bókmenntasaga frá eddukvæðum til siðaskipta 800-1550
ÍSLE2ES05
52
íslenska
Eddukvæði til siðaskipta
Samþykkt af skóla
2
5
Nemendur læra um kveðskaparöld og lesa forn kvæði og texta. Ein Íslendingasaga er lesin. Farið er í upphaf ritunar á Íslandi og bókmenntasagan rakin allt að siðaskiptum.
Nemendur tjá sig í ritun og ræðu um efni áfangans.
ÍSLE2MG05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi tegundum bókmenntatexta
stefnum í íslenskum bókmenntum að fornu
orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
ritgerðasmíð og heimildavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrifa og ganga frá heimildaritgerð
lesa fornt mál sér til gagns og gamans
skilja lykilhugtök og túlka texta á margvíslegan hátt
flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita málinu á árangursríkan og viðeigandi hátt og árangursríkan hátt í ræðu og riti ...sem er metið með... verkefnum og prófum
draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
Fjölbreytt verkefnavinna, smærri próf og skriflegt lokapróf.