Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429105583.37

  Iðnreikningur 2
  IÐNA3VE05
  1
  Iðnreikningur
  Vélræn eðlisfræði go ISO einingakerfið
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur nota vélræna eðlisfræði og ISO einingakerfið við skoðun krafta við ýmsar aðstæður í málmiðnaði. Nemendur kynnast grunnatriðum og hugtökum sem varða burðarþol í vélhlutafræði. Skoðað er með notkun handbóka hvernig þessi hugtök koma inn í efnisval, gerð burðarbita og öxla. Fjallað er um streymisfræði í vökvum, varmaflutning, einangrun og orkutap. Mikið er byggt á vinnu verkefna með notkun handbóka. Notaðar eru fjölbreyttar reikniaðferðir sem snerta flatarmál, rúmmál, eðlismassa o.fl. Skoðað er meðal annars með notkun handbóka hvernig þessi hugtök koma inn í efniskostnað.
  IÐNR2EL05 (IRM2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum sem notuð eru við ákvörðun burðarþols í málmiðnaði.
  • helstu ISO einingum sömu hugtaka.
  • stærðum sem snerta streymi í vökvum og val röraþvermáls.
  • varmaorku og varmaflutningi.
  • reikniaðferðum sem beitt er í iðnaði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna heppilegt efni og efnisform til notkunar við gefnar aðstæður.
  • finna heppilegan rörsverleika fyrir gefið vökvamagn.
  • reikna nauðsynlegt afl og nýtni við gefnar aðstæður.
  • reikna drifhlutföll og hraða við gefnar aðstæður.
  • reikna út ýmsar stærðir sem tengjast iðngreinum og breyta úr einni einingu í aðra.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • finna heppilega bitagerð og -stærð fyrir gefnar aðstæður.
  • velja heppilega röragerð og ákveða fyrirkomulag lagna út frá straumfræði og sem minnstu orkutapi.
  • reikna varmaorkuþörf og þekkja áhrif flutnings varmaorku á milli efna.
  • reikna vinnu, nýtni og aflþörf við gefnar aðstæður.
  • reikna nauðsynlegt efnismagn til framleiðslu einfaldra hluta.
  • vinna með helstu jöfnur aflfræðinnar.
  • reikna krafta, kraftvægi og hlutföll við gefnar aðstæður.
  • finna vinnu, nýtni og aflþörf við gefnar aðstæður.
  Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum. Leitast er við að beita aðferðum leiðsagnarmats.