Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429110456.61

  Sérteikning blikksmiða
  SÉRB3FT05
  1
  Sérteikning blikksmiða
  Framhaldsáfangi í teiknifræðum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn er framhaldsáfangi í teiknifræðum og öðlast nemendur frekari þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum, reglum og reglugerðum sem gilda fyrir fagteikningar í blikksmíði. Að áfanganum loknum skulu nemendur vera einfærir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Jafnframt skulu þeir vera einfærir um að teikna og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Nemendur hljóta þjálfun í að nota handbækur og efni á netinu.
  GRUN1FY05, IÐNT2MI05 (GRT2A05/ITM2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stöðlum, merkingum og táknum sem sérkenna fagteikningar blikksmiða.
  • teikniaðferðum til að gera útflatninga af margbrotnum tengistykkjum.
  • þeim aðferðum sem notaðar eru við samsetningu stokka og tengistykkja.
  • tvívíðum og þrívíðum hnitakerfum.
  • ísómetrískum teikniaðferðum.
  • handbókum sem notaðar eru við gerð útflatningateikninga.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • teikna útflatninga af ýmsum hlutum, t.d loftræstikerfum.
  • smíða eftir teikningum.
  • taka mál og smíða stykki á verkstæði eftir þeim málum sem hann tekur.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa teikningar loftræstihönnuða.
  • teiknað vinnuteikningar af einstökum og samsettum smíðahlutum eftir samsettri heildarteikningu.
  • teiknað vinnuteikningar af einstökum og samsettum smíðahlutum eftir uppmælingu og skissu.
  • teiknað samsetta útflatninga úr grunnformum, t.d. sívalningum, strendingum og pýramídum.
  • notað handbækur við teikningu flókinna útflatninga.
  Námsmat byggir á verkefnavinnu, bæði á verkstæði og heima. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.