Áhersla er lögð á skilning á samfelldu dönsku máli, töluðu og rituðu, bókmenntum og fjölbreyttum textum og þannig stefnt að því að auka orðaforða nemenda á ýmsan hátt. Áhersla er á að nemendur geti sett fram hugsun sína og rökstutt mál sitt bæði munnlega og skriflega. Unnið er með kvikmyndir, tjáningu og annað sem lýtur að notkun tungumálsins. Nemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða. Í áfanganum er gerð krafa um virkni og ábyrgð nemenda
Grunnskólapróf í dönsku
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvernig best er hægt að beita málinu til að tjá skoðanir sínar bæði munnlega og skriflega og afla sér upplýsinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með (net)orðabækur og þær upplýsingar sem þar er að finna
lesa fjölbreytt efni bæði fræðilegt og bókmenntalegt
beita mismunandi lestraraðferðum
geta hlustað á og skilið almennt talað mál
tjá sig munnlega og skriflega við Dani á skýran og áheyrilegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa hvers kyns texta, bæði rauntexta og bókmenntir og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða
hlusta á og miðla efni með viðeigandi orðaforða
skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni og fræðitexta
taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
beita nýjum orðaforða
Verkefni og próf á kennslutímabilinu gilda helming á móti einkunn lokaprófs. Lágmarkseinkunn í lokaprófi er 5.