Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429188733.03

    Lagnatækni stálsmiða
    LAGN3LR05
    1
    Lagnatækni stálsmiða
    Lagning rörakerfa
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur geta lagt rörakerfi samkvæmt ísómetrískum teikningum. Jafnframt skulu þeir vera einfærir um að teikna og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Þeir skulu þekkja efnisstaðla um rör, suðufittings, flangsa, bolta og pakkningarefni og geta upp á eigin spýtur valið smíðaefni til skilgreindra verka. Ennfremur geta þeir skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim öryggismálum sem snerta stálsmiði, s.s. réttri líkamsbeitingu og réttri notkunn vinnupalla og hlífðarbúnaðar.
    • forsendum fyrir vali lagnaefnis.
    • aðferðum við þrýstiprófanir á rörakerfum og öryggisráðstöfunum við slíkar prófanir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja rörakerfi samkvæmt ísómetrískum teikningum.
    • lesa og vinna eftir teikningum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja rörakerfi samkvæmt ísómetrískri teikningu.
    • gera einfaldar ísómetrískar teikningar, málsetja þær, velja efni og leggja rörakerfi samkvæmt þeim.
    • sníða til rör og sett þau saman fyrir suðu.
    • ganga frá flöngsum á röralögnum á fullnægjandi hátt.
    Próf, skýrslur og mat á vettvangi. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.