Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429190101.42

    Lagnatækni blikksmiða
    LAGB3UU05
    1
    Lagnatækni blikksmiða
    Uppsetning og umsjón
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Að áfanganum loknum eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu og færni í uppsetningu og umsjón loftræstikerfa, stokka, loftræstitækja og stjórntækja.
    Grunnur málmiðna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum til að hindra að regn og snjófjúk komist í loftræstikerfi.
    • frágangi hljóðeinangrun innan í loftstokkum.
    • titringsvörnum vegna titrings frá vélum í lagnakerfinu.
    • helstu aðferðum til að uppfylla kröfur um þéttleika sem gerðar eru til loftræstikerfa.
    • tilgangi hitaeinangrunar og rakavarnalaga á loftstokkum.
    • tilgangi eldvarnar og reykloka í loftstokkakerfi.
    • mismunandi gerðum múrbolta og annarra festinga fyrir upphengingar loftstokka.
    • mismunandi samsetningum sem notaðar eru við loftstokka, bæði kantaðra og sívalra.
    • samsetningum sem notaðar eru fyrir efnisflutningslagnir.
    • öryggisatriðum og vinnuverndarákvæðum sem gilda um vinnu við mannvirkjagerð.
    • eðli og eiginleikum hita-, raka- og loftmagnsstýringa í húshita- og loftræstikerfum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ganga frá hljóðeinangrun innan í loftstokkum.
    • mæla upp af teikningum og merkja upp fyrir lögnum (stokkum) og tækjum.
    • Valið einangrunarþykktir fyrir mismunandi aðstæður í stokkakerfinu.
    • ákveða gerð, styrk og þéttleika festinga fyrir loftstokka og samstæður.
    • mæla þéttleika loftstokkakerfis og gera mæliskýrslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp og hafa umsjón með loftræstikerfi.
    • ganga frá eldvarnarlokum og einangrun loftstokka sem rjúfa mismunandi eldvarnarlokanir (veggi) og þéttingum með stokkum gegnum eldvarnarskilrúm.
    • velja efnisþykktir fyrir mismunandi loftstokka- og rörastærðir í venjulegu lág- og meðalþrýstu loftræstikerfi.
    • haga vinnu sinni í samræmi við reglugerðir og staðla sem fjalla um uppsetningu og frágang loftræstikerfa.
    Próf, skýrslur og mat á vettfangi. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.