Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429190557.13

    Loftræstitækni 1 fyrir blikksmíði
    LOFT2TL05
    1
    Loftræstitækni
    Tilgangur loftræstikerfa
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um tilgang loftræstikerfa og hönnun þeirra. Nemendur kynnast uppbyggingu slíkra kerfa, kostum þeirra og göllum. Nemendur geta lýst og greint helstu íhluti loftræstikerfa og þau tæki sem þeim tengjast . Námið byggir á fyrirlestrum og umræðum í tímum auk þess sem farið er í vettvangsferðir þar sem loftræstikerfi verða skoðuð og rædd.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi loftræstingar.
    • þeim reglugerðum sem snúa að loftræstingum, svo sem vinnu-, heilbrigðis- og byggingreglugerðum á hverjum tíma.
    • umhverfisþáttum sem hafa áhrif á loftræstingu svo sem varma, hita, raka, CO2, súrefni og hreinleika lofts.
    • eiginleikum loftræstiskerfa, þar með talið flæði, mótstöðu og þéttleika.
    • samspili hraða og stöðuþrýstings í loftstokkum.
    • varma- og hljóðeinangrun loftræstikerfa.
    • þeirri efnisfræði sem viðkemur loftræstikerfum, þ.e. efnisfræði málma, vökva, einangrunar o.s.frv.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út loftflæði í lagnastokkum.
    • greina frá helstu hlutum lofræstikerfa.
    • meta loftræstiþörf íbúðarhúsnæðis.
    • greina áhrif mismunandi forma loftstokka á virkni lofræstikerfis.
    • velja efni í loftræstikerfi með hliðsjón af aðstæðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir tilgangi loftræstingar og hvaða umhverfisþætti hún hefur áhrif á sem metið er með skýrslugerð og prófum.
    • lesa vörulista helstu framleiðenda, gera grein fyrir helstu áhrifavöldum og velja tæki með hliðsjón af fyrirmælum hönnuða. Þetta er metið með verkefnum og prófum.
    • leggja mat á loftræstiþörf íbúðarhúsnæðis og velja búnað til loftræstingar sem metið er með verkefnavinnu, skýrslugerð og prófum.
    • gera grein fyrir áhrifum breytinga á formi og stærð loftstokka á loftmótstöðu og afkastagetu kerfis sem metið er með verkefnum og prófum.
    • gera grein fyrir notkunarmökuleikum varma- og hljóðeinangrunar sem metið er með verkefnum og prófum.
    • velja viðeigandi málma til mismunandi notkunar sem metið er með verkefnum og prófum.
    Nemendur vinna verkefni tengd vettvangsferðum og umræðum í tímum. Nemendur vinna skýrslur bæði í smærri hópum og sjálfstætt. Kostir jafningja- og leiðsagnarmats eru nýttir.