Námið byggir á fyrirlestrum, vettvangsferðum þar sem það á við og verklegum æfingum. Fjallað verður um hljóðmyndun og hljóðburð í stokkakerfum, hljóðeinangrun, stillingu loftræstikerfa, mælingar á hita, raka og loftmagni og aðferðir við loftstillingar. Einnig er farið yfir hlutverk rafvéla í loftræstikerfum og virkni og hlutverk ýmissa rafstýrðra íhluta. Nemendur skrifa skýrslur og gera útreikninga.
LOFT2TL05 (LOF2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hljóðmyndun og hljóðburð í stokkakerfum.
helstu aðferðum til að hindra hljóðútbreiðslu frá tækjabúnaði loftræstikerfa.
aðferðafræði við innstillingu og afhendingu loftræstikerfa.
tækjum og búnað til loftmagns-, hita- og rakamælinga í loftræsti- og hitakerfum, gerð þeirra, eiginleikum og takmörkunum.
fráviks- og skekkjureikningum við mælingar í loftræstikerfum.
kvörðun mælitækja.
tækjum og aðferðum til loftmagnsstillinga, mælinákvæmni og helstu skekkjuvöldum þar að lútandi.
muninum á eins og þriggja fasa rafstraumi.
hraðastýringum fyrir blásara.
raftáknum sem notuð eru á teikningum af loftræstikerfum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lofmagnsstilla loftræstikerfi.
stilla inn ristar af mismunandi gerðum í sama stokkakerfinu.
nota kvörðunartöflur og línurit við mælingar í loftræstikerfum.
reikna frávik og meta líklegar skekkjur mælinga á loftmagni.
mæla rafspennu og viðnám í rafstýrðum hlutum loftræstikerfa.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa yfirumsjón með lokafrágangi loftræstikerfa sem metið er með verkefnum og skýrslum.
lesa vörulista helstu ristaframleiðenda og gera grein fyrir helstu áhrifavöldum við val á ristum og dreifurum, svo sem leiðréttingastuðlum vegna staðsetningar. Þetta er metið með verkefnum, prófum og skýrslugerð.
beita mismunandi aðferðum við innstillingu (jafnvægisstillingu) loftræstikerfa, svo sem forinnstilliaðferð og hlutfallsaðferð en það er metið með verklegum æfingum og skýrslum.
meta þörf fyrir jafnvægisspjöld í loftræstikerfi á grundvelli teikninga af kerfinu sem metið er með verklegum æfingum og prófum.
Geta valið mælipunkta við mælingu mismunandi þversniðsforma sem metið er með prófum, verkefnum og skýrslugerð.
Nemendur vinna verkefni og taka próf tengd vettvangsferðum og umræðum í tímum. Nemendur vinna skýrslur bæði í smærri hópum og sjálfstætt. Kostir jafningja- og leiðsagnarmats eru nýttir.