Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429191686.97

    Logsuða
    LOGS1UM05
    2
    Logsuða
    Umgengni við tæki
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur læra að umgangast gashylki, logsuðu- og logskurðartæki. Þeir læra að fylgja suðulýsingu, logsjóða plötujárn í suðustöðum PA, PG og PF með I-rauf. Þeir geta lóðað og logskorið fríhendis og kunna að bregðast rétt við ef hættu ber að höndum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gashylkjum, meðferð þeirra, lit og toppventlum.
    • notkunarsviði asetýlens og súrefnis.
    • suðuloga, blöndu hans og hitastigi.
    • áhrifum kolandi loga, súrefnisríks og hlutlauss loga á suðupollinn.
    • gerðum raufa og samsetninga og áhrifum þeirra á spennu.
    • ástæðum þess að ekki er hægt að logskera alla málma.
    • virkni lóða og lóðdufts.
    • staðli ÍST EN 287-1 um hæfnispróf.
    • staðli ÍST EN 25 817 um mat á suðum og suðugöllum.
    • öryggismálum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sjóða 0.8-3 mm plötustál með I-rauf í PA, PF og PG.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp mæla á hylki, slöngur og sköft.
    • stilla réttan vinnuþrýsting og velja suðuspíssa samkvæmt efnisþykkt.
    • nota suðulóð og lóðduft.
    • logskera stál fríhendis.
    • gera sjónmat samkvæmt ÍST EN 25 817.
    Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.