Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429192454.84

  Hlífðargassuða
  HLGS2MG05
  2
  Hlífðargassuða
  MIG/MAG
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur læri MIG/MAG-suðu í ýmsum efnisþykktum. Þjálfuð er grunnfærni og þekking á ýmsum suðuaðferðum þannig að nemendur þekki mun á suðuaðferðum, notagildi þeirra, kostum og göllum.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gastegundum og gasblöndum sem notaðar eru við suðu á stáli, áli og ryðfríu stáli.
  • hlutverki hlífðargass og réttar stillingar.
  • öllum hlutum suðubyssu og leiðara fyrir MIG/MAG.
  • virkni suðutækja, drifbúnað og pólun.
  • virkni viðnámsspólu í MIG/MAG-suðutækjum.
  • brunahættu vegna straumleiðara.
  • helstu hættum og varúðarráðstöfunum vegna geislunar, hita, reyks, ósonmyndunar og eldfimra efna.
  • hlífðarfatnaði og hlífum við vinnu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla búnað til suðu.
  • sjóða saman hluti við ýmsar aðstæður.
  • stilla suðutæki, þ.e. straum, vírhraða, spennu og viðnám.
  • velja rétta spíssa.
  • stilla gasflæði, velja gashulsu og skaut.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stilla suðutækin, þ.e. straum, vírhraða, spennu og viðnám sem er metið með verkefnavinnu.
  • setja rúlluvír í suðutækin og velja rétta spíssa sem er metið með verkefnavinnu og prófi.
  • stilla gasflæði, velja gashulsu og skaut sem er metið með verkefnavinnu.
  • sjóða í mismunandi suðustöðum sem er metið með verkefnavinnu.
  • gegnumsjóða þunna stálplötu öðrum megin frá sem er metið með verkefnavinnu og prófi.
  • meta algengustu suðugalla og greint orsakir þeirra sem er metið með verkefnavinnu og prófi.
  Nemendur vinna verkefni og eru þau metin til einkunnar. Nemendur þreyta lokapróf í áfanganum þar sem lögð er áhersla á öryggisþætti.