Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429197344.72

  Plötuvinna Blikksmiðir 1
  PLÖT2BL05
  1
  Plötuvinna
  Blikksmiðir 1
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Að áfanganum loknum geta nemendur beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við smíði í blikksmíði. Þeir þekkja helstu efniseiginleika málma og geta smíðað hluti eftir nákvæmum teikningum. Enn fremur geta nemendur skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi. Nemendur öðlast hæfni til að vinna úr ryðfríu og galvaníseruðu stáli, áli og öðrum málmum sem notaðir eru í blikksmíði.
  PLVG1GÁ05 (PLV1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum umgengnisreglum við ýmsar gerðir stáls þannig að ekki hljótist skaði af.
  • plasma-, vatns- og laserskurðartækjum auk annarra skurðartækja og mismunandi notkunarsviðum þeirra.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • smíða einfalda hluti eftir smíðateikningum.
  • útfæra smíðateikningar á plötu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta mismunandi efnisgerðir sem hann getur þurft að vinna með.
  • umgangast helstu vélar og verkfæri sem notuð eru við smíði úr þunnplötum, s.s. klippur, beygjuvél og vals.
  • meta áhrif beyginga á stærð smíðisgripa úr ýmsum efnum í þunnplötum.
  • velja efni úr efnisrekka eftir gefnum forsendum um gerð og þykkt.
  • klippa með hand- og vélklippum 1-3 mm þykkar plötur með 0,5 mm nákvæmni.
  Verkefnavinna og próf. Leiðsagnarmati er beitt eftir því sem kostur er.