Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429198517.75

  Forritun
  TÖLF2TF05
  3
  Tölvunarfræði
  Forritun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Farið er lauslega yfir sögu forritunar, uppbyggingu tölvu og helstu stýrikerfi. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og lausnir einfaldra forritunarverkefna í hlutbundnu forritunarmáli, t.d. Python og Pygame eða Java. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum. Helstu hugtök: Uppbygging tölvu, hugbúnaður og vélbúnaður, breytur, virkjar, fylki, heiltölur, kommutölur, gildissvið (scope), slembitölur, strengir, listar, grafík, föll, stafasett, tvíundar-, tuga- og sextándaform, búlskar segðir og skilyrðissetningar, lykkjur, inntak og úttak í textabundnum notendaskilum, athugasemdir röðun, prófun og villuleit.
  UPPT1UV05 og að nemendur geti lesið kennsluefni á ensku
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu forritunar, hug- og vélbúnaðar
  • helstu innviðum tölvu
  • samspili vél- og hugbúnaðar
  • muninum á heiltölubreytum, rauntölubreytum, textabreytum og rökbreytum
  • skilyrðissetningum
  • endurtekningum og lykkjum
  • einfaldri forritun þar sem notaðar eru breytur, skilyrðissetningar og lykkjur
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma reikning talna milli mismunandi talnakerfa
  • greina, hanna og forrita einfaldari forrit á sem bestan máta
  • skipuleggja tög og uppbyggingu forrita með föllum
  • forrita með skilyrðum, lykkjum og föllum
  • vinna með einfalda grafík og hljóð
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • reikna milli talnakerfa
  • smíða forrit frá grunni skv. verklýsingu, bæði með og án grafíkur
  • skipta flóknu algrími upp í nokkra einfaldari hluta (föll)
  • byggja upp forritskóða á læsilegan og skipulegan hátt
  • skilja forrit og forritshluta, aðgerðir, tilgang þeirra og markmið