Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429199550.49

    Plötuvinna blikksmiðir 3
    PLÖT3BI05
    2
    Plötuvinna
    Blikksmiðir 3
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Að áfanganum loknum geta nemendur beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru í blikksmíði. Þeir þekkja helstu efniseiginleika málma og geta smíðað hluti úr þeim eftir nákvæmum teikningum. Í þessum áfanga er gerð krafa um að nemendur vinni sjálfstætt og séu að honum loknum færir um að fara í sveinspróf.
    PLÖT2BL05 (PLV2B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfi blikksmiða og þeim vélum og tækjum sem notuð eru við daglega störf.
    • þeim kröfum sem gerðar eru til blikksmiða svo sem um gerð áhættumats.
    • umgengni við vélar og tæki og þeim öryggisreglum sem fylgja þarf.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða hluti eftir smíðateikningum.
    • útfæra flóknar smíðateikningar á plötur.
    • smíða kerfishluta eftir eigin teikningum og annarra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna efnislista út frá teikningum og verklýsingum.
    • smíða gripi úr plötum og eftir nákvæmum vinnuteikningum.
    • virða öryggisreglur við vinnu í hæð og við hífingar.
    Námsmat er byggt á verkefnavinnu og prófum þar sem leiðsagnarmat er notað eftir því sem kostur er.