Að áfanganum loknum geta nemendur beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru í blikksmíði. Þeir þekkja helstu efniseiginleika málma og geta smíðað hluti úr þeim eftir nákvæmum teikningum. Í þessum áfanga er gerð krafa um að nemendur vinni sjálfstætt og séu að honum loknum færir um að fara í sveinspróf.
PLÖT2BL05 (PLV2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfi blikksmiða og þeim vélum og tækjum sem notuð eru við daglega störf.
þeim kröfum sem gerðar eru til blikksmiða svo sem um gerð áhættumats.
umgengni við vélar og tæki og þeim öryggisreglum sem fylgja þarf.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
smíða hluti eftir smíðateikningum.
útfæra flóknar smíðateikningar á plötur.
smíða kerfishluta eftir eigin teikningum og annarra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna efnislista út frá teikningum og verklýsingum.
smíða gripi úr plötum og eftir nákvæmum vinnuteikningum.
virða öryggisreglur við vinnu í hæð og við hífingar.
Námsmat er byggt á verkefnavinnu og prófum þar sem leiðsagnarmat er notað eftir því sem kostur er.