Nemendur öðlast skilning á grunni rafmagnsfræðinnar; mælieiningum og lögmálum sem þar gilda. Þeir öðlast þjálfun í að beita mælitækjum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinnar.
mælieiningum og stærðum í rafmagnsfræðinni.
teiknitáknum íhluta og einföldum rafmagnsteikningum.
hættum sem eru samfara því að umgangast og vinna við rafmagn.
helstu íhlutum í rafmagnsrásum.
helstu gerðum rafhlaða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita þeim formúlum sem notaðar eru við útreikninga samkvæmt lögmálum Ohms, Kirchoffs og Watts.
beita mælitækjum.
teikna einfaldar rafteikningar.
umgangast rafgeyma og rafhlöður.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
reikna samkvæmt lögmálum Ohms, Kirchoffs og Watts sem er metið með skriflegum og verklegum æfingum og prófum.
hirða um rafgeyma og rafhlöður sem er metið með verklegum æfingum og prófum.
teikna og útskýra straumrásir sem er metið með skriflegum verkefnum.
beita mælitækjum sem er metið með skriflegum og verklegum æfingum og prófum.
Stór hluti lokaeinkunnar er byggður á skriflegum og verklegum verkefnum sem nemendur vinna yfir önnina. Einnig þreyta nemendur próf úr afmörkuðum hlutum námsefnisins.