Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429200020.11

    Rafmagnsfræði grunnur
    RAFG1GR05
    1
    Rafmagnsfræði grunnur
    Grunnur rafmagnsfræðinnar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur öðlast skilning á grunni rafmagnsfræðinnar; mælieiningum og lögmálum sem þar gilda. Þeir öðlast þjálfun í að beita mælitækjum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinnar.
    • mælieiningum og stærðum í rafmagnsfræðinni.
    • teiknitáknum íhluta og einföldum rafmagnsteikningum.
    • hættum sem eru samfara því að umgangast og vinna við rafmagn.
    • helstu íhlutum í rafmagnsrásum.
    • helstu gerðum rafhlaða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þeim formúlum sem notaðar eru við útreikninga samkvæmt lögmálum Ohms, Kirchoffs og Watts.
    • beita mælitækjum.
    • teikna einfaldar rafteikningar.
    • umgangast rafgeyma og rafhlöður.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • reikna samkvæmt lögmálum Ohms, Kirchoffs og Watts sem er metið með skriflegum og verklegum æfingum og prófum.
    • hirða um rafgeyma og rafhlöður sem er metið með verklegum æfingum og prófum.
    • teikna og útskýra straumrásir sem er metið með skriflegum verkefnum.
    • beita mælitækjum sem er metið með skriflegum og verklegum æfingum og prófum.
    Stór hluti lokaeinkunnar er byggður á skriflegum og verklegum verkefnum sem nemendur vinna yfir önnina. Einnig þreyta nemendur próf úr afmörkuðum hlutum námsefnisins.