Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429201748.49

    Rennismíði 3
    RENN3TÚ05
    1
    Rennismíði
    Tæknilegir útreikningar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum öðlast nemendur færni í tæknilegum útreikningum sem notaðir eru við smíði á flóknum hlutum, s.s. rennsli strýta, laggaskrúfa, trapisuskrúfa með einum inngangi og fjölskrúfa. Einnig kynnast þeir áhrifum hita við spóntöku á vinnslustykki og skurðarverkfæri. Nemendur geta skrifað verklýsingar af þeim vinnslustykkjum sem þeir smíða og geta unnið sjálfstætt á vélum eftir teikningum.
    RENN2KV05 (REN2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kröfum um samsetningar og yfirborðsáferð.
    • orkuþörf rennibekkja.
    • skrúfustöðlum fyrir lagga- og trapisuskrúfur.
    • áhrifum af hita á efni og samsetningar.
    • hitaþenslu.
    • áhrifum kælivökva við spóntöku.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja rennistál við hæfi.
    • velja fræsa/fræsiplatta við hæfi.
    • vinna sjálfstætt á vélum eftir nokkuð flóknum teikningum.
    • fræsa flókna hluti í skrúfstykki og með notkun deilivélar.
    • leita að upplýsingum í handbókum og á netinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja harðmálmsverkfæri ásamt radíal, færslu og skurðarhraða.
    • velja rétt verkfæri sem henta hverju sinni með tilliti til vinnsluaðferðar og smíðaefnis.
    • reikna yfirborðsáferð eða finna hana í fagbókum eða á netinu.
    • renna og fræsa mismunandi yfirborð m.t.t áferðamerkinga.
    • slípa stál fyrir rennsli á laggar- og trapisuskrúfum.
    • reikna út fríhorn stála fyrir skrúfuskurð lagga og trapisuskrúfa.
    • velja kíla til samsetningar samkvæmt staðli.
    Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum. Leiðsagnarmat er nýtt eins og kostur er.