Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429203290.84

    Rennismíði 5
    RENN3VE05
    3
    Rennismíði
    Skrifa verklýsingar f. vinnslustykki
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum öðlast nemendur enn frekari færni í tæknilegum útreikningum sem notaðir eru við smíði á flóknum hlutum. Nemendur kynnast áhrifum hita við spóntöku á vinnslustykki og skurðarverkfæri. Nemendur geta skrifað verklýsingar fyrir þau vinnslustykki sem þeir smíða og geta unnið sjálfstætt á vélum eftir teikningum
    RENN3FF05 (REN3B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orkuþörf rennibekkja.
    • mismunandi smíðaefnum sem þarf til að smíða hluti.
    • skátenntum tannjólum.
    • útreikningum á skátenntum tannhjólum.
    • vinkiltenntum tannhjólum.
    • hvernig snekkjur eru smíðaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt á vélum eftir flóknum teikningum.
    • fræsa flókna hluti í skrúfstykki.
    • nota deilivélar.
    • framkvæma íhvolfa fræsingu (ellipsu).
    • leita að upplýsingum í handbókum og á netinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja harðmálmsverkfæri ásamt radíal, færslu og skurðarhraða.
    • velja rétt verkfæri sem henta hverju sinni.
    • reikna yfirborðsáferð eða finna hana í fagbókum eða á netinu.
    • renna og fræsa mismunandi yfirborð m.t.t. áferðarmerkinga.
    • athugað hvort útreikningar um orkuþörf standist.
    • þekkja vinnubrögð við rennsli og fræsingu á flóknum smíðisgripum.
    • skrifa og vinna eftir verklýsingum.
    Verkefnavinna og próf. Leiðsagnarmati beitt eins og kostur er.