Í áfanganum öðlast nemendur enn frekari færni í tæknilegum útreikningum sem notaðir eru við smíði á flóknum hlutum. Nemendur eru færir um að vinna sjálfstætt eftir teikningum flókna smíðisgripi. Þeir sækja sér upplýsingar um hluti á netinu og geta unnið með þær eftir þörfum. Nemendur geta skrifað greinargóðar verklýsingar af smíðisgripum sem þeir hafa gert og af öðrum hlutum sem þeir gætu þurft að smíða. Þeir eiga að geta skipulagt verkferli. Nemendur kynnast aðstæðum á renniverkstæðum. Þeir öðlast innsýn og skilning á framkvæmd þeirra verka, innan faggreinar sinnar, sem við munu blasa þegar komið er út í atvinnulífið.
RENN3VE05 (REN3C05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig ber að koma vélum fyrir á renniverkstæðum þannig að hámarkshagræðingu sé náð.
vinnuöryggi.
umhverfissjónarmiðum og sjálfbærni.
helstu stöðlum um efni og vinnslu þeirra.
nauðsyn faglegra samskipta við vinnuveitanda og verkkaupa í ljósi þess að fagmaður er fulltrúi fyrirtækis gagnvart viðskiptavinum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
raða vélum og tækjum saman á hagkvæman hátt.
vinna að sjálfbærni.
vinna að umhverfissjónarmiðum.
velja smíðaefni og verkfæri sem henta hverju sinni.
velja vinnsluaðferðir fyrir hvert verkefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ákveða vinnsluröðun einstakra verkþátta.
veita nauðsynlega eftirfylgni að verki loknu.
skrifa verkáætlun um tiltekið smíða- eða viðgerðarverkefni.
skilgreina verkefni skýrt og skiljanlega.
skipuleggja gagnaöflun.
raða upp í vinnsluröð (beiting rökhugsunar og notkun flæðirita).
nota TPM og geta starfað að uppsetningu og viðhaldi kerfisins.
Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum þar sem leiðsagnarmat er notað eins og kostur er.