Nemendur kynnast undirstöðuatriðum teikniforrita (AutoSketch/AutoCad eða sambærilegu forriti) og fá innsýn í þá möguleika sem skapast við notkun þeirra, einkum við fagteikningu.
GRUN1FY05 (GRT2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umhverfi forritanna.
teikniáhöldum.
hjálpartækjum forrita.
tvívíðum teiknikerfum.
táknasöfnum.
skástrikun, skrúfgöngum og samsetningarmyndum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna einfaldar tvívíðar myndir og málsetja þær.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja upp teikningar.
málsetja einfaldar teikningar.
teikna skurðarmyndir.
prenta út í A4 og A3.
Verkefnavinna og próf þar sem leiðsagnarmati er beitt.