Nemendur öðlast þekkingu á hlutverki og virkni tækja og íhluta sem notaðir eru í og við aflvélar ásamt öðrum vélbúnaði til kraftyfirfærslu. Nemendur geti á grunni tækniupplýsinga reiknað út og útskýrt þætti sem hafa áhrif á aflframleiðslu brunavéla.
Kjarni málm- og véltæknibrauta, samhliða AVV3A05. AVVI3UV05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutverki, uppbyggingu og virkni einstakra hluta eldsneytiskerfis dísilvéla.
uppbyggingu og virkni kælikerfa brunavéla.
uppbyggingu og virkni smurolíukerfa brunavéla.
uppbyggingu og virkni flæðilofts- og pústkerfa.
aðferðum til að mæla og reikna út afköst brunavéla.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja rétt eldsneyti, réttan kælimiðil, réttar olíur til þess að tryggja eðlilega virkni allra kerfa brunavéla.
bregðast rétt við frávikum í virkni einstakra kerfa dísilvéla.
reikna olíuþörf fyrir gefna ferð skips út frá tækniupplýsingum um vél skipsins og varmagildi brennsluolíu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna úr tækniupplýsingum um fljótandi eldsneyti, kælimiðla og smurolíur.
meta upplýsingar frá rafeindastýringum og mælum til að ákveða rétt viðbrögð.
Kunna skil á aflmælingum brunahreyfla með mismunandi hemlabúnaði.
vinna með töflubækur, viðgerðahandbækur, leiðbeiningar hverskonar og aðrar upplýsingar sem fáanlegar eru um tiltekið verk eða verkefni.
vinna skipulega eftir verkáætlun og verkefnisáætlun.
Verklegar æfingar og próf. Leitast er við að nota kosti leiðsagnarmats.